- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

Donni og félagar eru í öðru sæti

- Auglýsing -

Landsliðsmaðurinn Kristján Örn Kristjánsson skoraði átta mörk og átti eina stoðsendingu í sjö marka sigri Skanderborg AGF, 34:27, á Ribe-Esbjerg í síðasta leik liðanna í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag. Með sigrinum færðist Skanderborg upp í annað sæti deildarinnar 12 stigum á eftir Aalborg Håndbold.


Elvar Ásgeirsson skoraði þrjú mörk fyrir Ribe-Esbjerg í leiknum og átti einnig eina stoðsendingu. Ribe-Esbjerg stendur ekkert alltof vel að vígi þegar 18 umferðir af 26 eru að baki. Liðið situr í 12. sæti af 14 liðum með 13 stig eins og Nordsjælland sem er í 13. sæti.

Í góðum málum

Donni og félagar eru í fínum málum í öðru sæti með 24 stig, eru stigi ofar en Mors-Thy sem tapaði óvænt fyrir TMS Ringsted í Ringsted á Sjálandi í dag, 25:23. Hamur virðist runninn á leikmenn TMS Ringsted sem unnið hafa þrjá leiki í röð í deild og í bikarkeppninni.

Ísak Gústafsson skoraði eitt mark fyrir Ringsted en Guðmundur Bragi Ástþórsson ekkert.

TMS Ringsted hefur lyft sér upp í 11. sæti eftir að hafa verið í 13. sæti um skeið.


Önnur úrslit í 18. umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í dag og í gær:

Skjern – Grindsted 33:25.
GOG – Fredericia 27:33.
Nordsjælland – HÖJ 35:30.
SönderjyskE – Bjerringbro/Silkeborg 37:37.
Holstebro – Aalborg Håndbold 31:35.

Næstu leikir í dönsku úrvalsdeildinni í karlaflokki fara fram í byrjun febrúar.

Staðan:

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -