- Auglýsing -
- Auglýsing -

Dramatík þegar Íslendingalið tapaði í undanúrslitum

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Óskar Ólafsson og samherjar í Drammen féllu á dramatískan hátt úr leik í undanúrslitum Evrópubikarkeppninnar í handknattleik í gær eftir vítakeppni í síðari leiknum við annað norskt lið, Nærbø, 35:31. Liðin unnu sinn leikinn hvort með sömu markatölu, 30:27


Gripið var til vítakeppni í lok síðari leiksins í gær sem fram fór á heimavelli Nærbø. Heimamenn unnu vítakeppnina 5:4, og leika við rúmenska liðið CS Minaur Baia Mare sem lagði Alingsås frá Svíþjóð í undanúrslitum.


Óskar skoraði þrjú mörk fyrir Drammen í tapleiknum í gær og hinn hálf íslenski Viktor Petersen Norberg fjögur.


Úrslitaleikirnir verða í lok þessa mánaðar í Noregi og í Rúmeníu en á morgun verður dregið um hvort liðið fær heimaleik á undan.


Nærbø-liðið kemur frá samnefndum bæ ríflega 7.000 manna bæ í Rogalandi eða Ryggjafylki í suðvestur Noregi. Á dögunum sló Nærbø út verðandi stórlið Kolstad í átta liða úrslitum í úrslitakeppni úrvalsdeildarinnar í Noregi.


Lið Nærbø hefur skotið fram á sjónasviðið á fáeinum árum í norskum handknattleik en handbolti.is fjallaði ítarlega um liðið í grein í nóvember 2020 eftir fyrrverandi leikmann liðsins, Svavar Má Ólafsson.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -