- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Dramatískur sigur hjá Donna og félögum

Kristján Örn Kristjánsson, Donni, leikmaður PAUC í Frakklandi. Mynd/PAUC
- Auglýsing -

Kristján Örn Kristjánsson, Donni, og samherjar í PAUC unnu sannkallaðan baráttusigur í kvöld á útivelli á liðsmönnum Nimes, 29:28, í frönsku 1. deildinni í handknattleik. Sigurmarkið var skoraði úr vítkasti þegar 10 sekúndur voru til leiksloka. Nimes var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 18:16.


Donni skoraði fimm mörk í átta skotum og átti þar að auki tvær stoðsendingar. Lagði hann svo sannarlega sitt lóð á vogarskálina með afar góðri frammistöðu.


Þar með er PAUC áfram í öðru til þriðja sæti deildarinnar ásamt Nantes en liðin berjast hart um annað sætið sem veitir þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næsta keppnistímabili. Hvort lið hefur 27 stig eftir 17 leiki. PSG er efst eins og áður með 32 stig að loknum 16 leikjum.


Montpellier, liðið sem Ólafur Andrés Guðmundsson leikur með, tapaði í heimsókn sinni til Créteil, 30:27. Ólafur Andrés tók ekki þátt í leiknum í kvöld en hann hefur því miður ekkert leikið með Montpellier eftir Evrópumótið í síðasta mánuði. Montpellier situr í sjötta sæti með 19 stig eftir 17 leiki.


Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -