- Auglýsing -
Þrátt fyrir tap í sínum fyrsta leik sem atvinnumaður í frönsku úrvalsdeildinni í handknattleik getur Kristján Örn Kristjánsson vel við unað með eigin frammistöðu þegar lið hans PAUC, eða Aix, tapaði fyrir stórliði PSG, 34:31, í París.
Kristján Örn gekk til liðs við PAUC í sumar. Hann lék með í um 36 mínútur, skoraði sjö mörk í níu skotum, vann þrjú vítaköst, átti stoðsendingar og náði einnig að stela boltanum. Kristján Örn var markahæstur í sínu liði.
Nikola Karabatic skoraði átta mörk fyrir PSG, Luka bróðir hans fimm og Daninn Mikkel Hansen skoraði fjórum sinnum. Það féll í hlut Kristjáns Arnar að hafa augu á Dananum í síðari hálfleik eftir að hafa leikið í horni í vörn í fyrri hálfleik.
- Auglýsing -