- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Draumur sem við höfum unnið að – viljum vinna keppnina

- Auglýsing -


„Þetta er bara draumur sem við höfum verið að vinna að í allan vetur,“ sagði hin leikreynda Hildigunnur Einarsdóttir handknattleikskona í Val eftir að hún og samherjar tryggðu sér sæti í undanúrslitum Evrópubikarkeppninnar í handknattleik kvenna síðdegis með jafntefli í síðari leiknum við Slavía Prag, 22:22. Valur vann fyrri viðureigna í gær, 28:21.


„Við höfum tekið eitt skref í einu í þessari keppni. Í dag stigum við stórt skref,“ sagði Hildigunnur sem hefur verið lengi að bæði hér á landi og sem atvinnukona í handknattleik í nærri áratug.
Eftir sjö marka sigur í gær þá stóð Valsliðið um tíma mjög tæpt í dag, var m.a. sex mörkum undir þegar 20 mínútur voru til leiksloka. Leikmenn brotnuðu ekki við mótlætið.

Núllstilltum okkur

„Við slúttum illa í fyrri hálfleik og létum atriði sem við réðum ekkert við eins og dómarana fara í skapið á okkur. Í hálfleikshléinu þá núllstilltum við okkur og vorum ákveðnar að snúa við blaðinu. Það tókst. Vörnin batnaði og Hafdís varði nokkur opin færi. Þá small allt saman,“ sagði Hildigunnur.

Getum unnið keppnina

„Það er alltaf gaman að gera eitthvað eitthvað nýtt í þessari keppni. Við höfum okkar markmið sem er að vinna keppnina. Við teljum okkur alveg geta það eftir að hafa meðal annars unnið Málaga sem hefur unnið þessa keppni. Nú tókum við út sterkt tékkneskt lið.


Við getum unnið hvaða lið sem er ef við komum rétt stilltar til leiks,“ sagði Hildigunnur sem sagðist vera alveg búin á því eftir leikinn.

Erfitt en hrikalega gaman

„Ég er alveg búin á því en mikið hrikalega var þetta gaman. Ég væri alveg til í spila svona leiki á hverjum degi,“ sagði Hildigunnur Einarsdóttir leikmaður Vals sem verður mætt á lögregluvaktina í fyrramálið.

Lengra viðtal við Hildigunni er að finna í myndskeiði ofar í þessari grein.

Sjá einnig: 

Valur vann sig í gegnum vandann og í undanúrslit

Valur mætir slóvakísku meisturunum í undanúrslitum síðla í mars

Bara frábært að vera komin áfram

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -