Dregið var í aðra umferð þýsku bikarkeppninnar í karlaflokki í gær. Leikirnir fara fram frá 30. september til 2. október. Sigurliðin 13 úr annarri umferð komast í 16-liða úrslit þegar þrjú efstu lið bikarkeppninnar á síðasta keppnistímabili blandast í hópinn; bikarmeistarar THW Kiel, silfurlið MT Melsungen og Balingen-Weilstetten sem hafnaði í þriðja sæti.
Eftirtalin lið drógust saman í aðra umferð:
HSG Nordhorn-Lingen – HC Erlangen.
TSV Bayer Dormagen – TSV Hannover-Burgdorf.
TV Emsdetten – TVB Stuttgart.
VfL Eintracht Hagen – TBV Lemgo Lippe.
Dessau-Roßlauer HV 06 – SC Magdeburg.
HC Elbflorenz 2006 – HSV Hamburg.
TV Hüttenberg – VfL Gummersbach.
Füchse Berlin – HSG Wetzlar.
GWD Minden – ThSV Eisenach.
Frisch Auf Göppingen – SC DHfK Leipzig.
TV Großwallstadt – SG BBM Bietigheim.
Rhein-Neckar Löwen – SG Flensburg-Handewitt.
HSC 2000 Coburg – Bergischer HC.
-Lið sem Íslendingar leika með eða þjálfa eru dökkletruð.