- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

Duvnjak er alls ekki af baki dottinn

- Auglýsing -

Hinn þrautreyndi króatíski handknattleiksmaður Domagoj Duvnjak hefur ákveðið að vera um kyrrt í eitt ár til viðbótar hjá þýska stórliðinu THW Kiel. Duvnjak, sem er 37 ára gamall fyrirliði hjá Kiel, hefur skrifað undir eins árs samning við félagið. Þar með verður hann a.m.k. með liðinu til loka leiktíðar vorið 2027.


Þegar Duvnjak framlengdi samning sinn við félagið síðla árs 2024 og þá fram til ársins 2026 var reiknað að um væri að ræða síðasta samning hans við félagið. Sú er svo sannarlega ekki raunin sé tekið mið af fregnum dagsins.

Duvnjak gekk til liðs við THW Kiel árið 2014 í þjálfaratíð Alfreðs Gíslasonar. Áður hafði Duvnjak leikið í fimm ár með HSV Hamburg en fyrst vakti hann verulega athygli hjá RK Zagreb innan við tvítugt.

Eftir heimsmeistaramótið í janúar á þessu ári hætti Duvnjak með króatíska landsliðinu. Hann hafði þá verið fyrirliði og kjölfesta landsliðsins um langt árabil og einn fremsti handknattleiksmaður sögunnar.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -