Leikmenn KA hafa komið sér vel fyrir í Vínarborg þar sem þeirra bíða tveir leikir í Evrópubikarkeppninni við HC Fivers annað kvöld og á laugardaginn. Hópurinn kom til Austurríki síðdegs í gær og æfði í morgun í keppnishölli í Vínarborg þar sem leikirnir fara fram. Aðstæður er sagðar alla hinar bestu, jafnt á leikstað sem í náttstað.
Ekki fylgir þó sögunni að Vínarsnitsel hafi verið á boðstólum, enn sem komið er.
Til viðbótar við æfingar hefur tíminn verið nýttur til að leggja á ráðin fyrir fyrri viðureignina. HC Fivers er í þriðja sæti austurrísku 1. deildarinnar með 12 stig að loknum sjö leikjum.
Góðar vonir ríkja um að línumaðurinn sterki, Einar Birgir Stefánsson, verði með í leikjunum. Hann meiddist í leik við Val fyrir mánuði en hefur sótt í sig veðrið.
Létt æfing verður í fyrramálið þar sem menn liðka sig fyrir átökin. Fyrri leikurinn hefst klukkan 17.30 annað kvöld og stefnir handbolti.is á að fylgjast með eins og frekast verður kostur.



