- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ég er hrikalega stolt af okkur

- Auglýsing -

„Við skildum við vonbrigði gærdagsins í gærkvöld. Nú er tekinn við nýr dagur með undirbúningi fyrir næsta leik. Á því er fullur fókus,“ sagði Elísa Elíasdóttir einn leikmanna U20 ára landsliðs kvenna í handknattleik þegar handbolti.is rabbaði við hana eftir æfingu landsliðsins í Boris Trajkovski íþróttahöllinni í Skopje í Norður Makedóníu í kvöld.

Íslenska landsliðið tapaði naumlega í háspennuleik fyrir Portúgal í gær, 26:25, og hafnaði í öðru sæti milliriðilsins. Fyrir vikið mætir það Ungverjum í átta liða úrslitum mótsins á morgun klukkan 16. Ungverjar eru Evrópumeistarar 19 ára landsliða frá síðasta ári og ljóst að krefjandi um verkefni verður að ræða fyrir íslenska liðið. Sigurliðið á morgun kemst í undanúrslitaleik á föstudaginn en tapliðið leikur í krossspili um sæti fimm til átta á föstudag.

„Ungverska liðið hefur verið í úrslitum á stórmótum á síðustu árum. Sú staðreynd breytir engu fyrir okkur. Við munum mæta jafn brjálaðar og í hvern annan leik á mótinu. Þær þekkja okkur kannski ekki mjög mikið því við höfum ekki mætt þeim áður,“ sagði Elísa og bætti við að nokkur líkindi væri með íslenska og ungverska liðinu. Bæði vilja halda upp miklum hraða.

„Leikurinn á morgun verður mikið hlaup og alveg ógeðslega gaman. Sigurliðið í leiknum kemst í undanúrslit, þannig að ef við vinnum þá verðum við komnar á góðan stað,“ segir Elísa og undirstrikar að árangurinn íslenska landsliðsins núna er sá besti sem 20 ára landslið Íslands hefur nokkru sinni náð á heimsmeistaramóti, þ.e. í átta liða úrslit.

„Ég er hrikalega stolt af okkur, hvernig sem fer,“ sagði Elísa Elíasdóttir í samtali við handbota.is.

Lengra myndskeiðsviðtal við Elísu er að finna í efst í þessari frétt.

Leikur Íslands og Ungverjalands á HM á morgun hefst klukkan 16. Handbolti.is er í Skopje og fylgist með leiknum í textalýsingu auk þess sem hlekkur verður á streymi frá viðureigninni auk viðtala í kjölfar viðureignarinnar.

HMU20: Dagskrá og úrslit síðustu leikdagana

Yngri landslið.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -