- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ég er merkilega rólegur yfir þessu öllum saman

Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari í handknattleik karla. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

„Ég er merkilega rólegur yfir þessu öllum saman, kannski of rólegur,“ sagði Snorri Stienn Guðjónsson landsliðsþjálfari í handknattleik karla léttur á brún og brá í samtali við handbolta.is áður en fyrsta æfinga landsliðsins undir hans stjórn hófst í Víkinni skömmu fyrir hádegið.

Snorri var þangað kominn ásamt Arnóri Atlasyni samstarfsmanni sínum og flestum þeim landsliðsmönnum sem valdir voru til æfinganna og leikjanna við Færeyinga um næstu helgi. Fjarverandi voru þeir sem léku með félagsliðum sínum í Þýskalandi í gær og koma til landsins í dag.

Loksins komið að þessu

„Það er gott að loksins er komið að þessu, fyrsta æfing framundan og fyrstu leikirnir í vikulokin,“ sagði Snorri Steinn sem hefur skipulagt vikuna framundan þar sem auk æfinga verður fundað. Nýir þjálfarar kynna sínar áherslur sem þeim eru ofarlega í huga því með nýjum mönnum koma alltaf einhverjar breytingar.

Ekkert meitlað í stein

„Vikan er skipulögð en það er ekkert sem er alveg meitlað í stein.
Maður þarf aðeins að upplifa hlutina og sjá menn á æfingum. Eitthvað mun sumt virka, annað vafalaust ekki. Svo fær maður nýjar hugmyndir svo það má ekki vera svo fastur í skipulaginu að ekki verði hægt að breyta til.

Fyrst og fremst fara fyrstu æfingarnar í að sjá leikmenn á æfingum. Það er tvennt ólíkt að horfa á leiki í gegnum sjónvarp eða ofan úr stúku og að vinna með þeim á gólfinu. Vonandi verð ég einhverju nær eftir vikuna,“ sagði Snorri Steinn sem verður ýmist með eina eða tvær æfingar á dag í vikunni auk funda.

Meira er ekki alltaf best

„Meira er ekki alltaf best. Ég vil frekar að vel sé unnið þann tíma sem við erum saman heldur en hitt. Ég er meira fyrir gæði en magn en við þurfum að fjölga æfingum frá því lagt er upp í dagskrá okkar þá bætum við æfingum við. Við þurfum að fara yfir eitt og annað á næstu dögum. Um leið verðum við að gæta þess að færast ekki of mikið í fang, ætla okkur um of. Tíminn er takmarkaður nú eins og áður og sumt verður einfaldlega að bíða þangað til undirbúningurinn fyrir EM hefst í desember,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari í handknattleik karla í samtali við handbolta.is áður en fyrsta æfing landsliðsins undir hans stjórn hófst skömmu fyrir hádegið í Víkinni.

Tengt efni:

Einn nýliði í fyrsta landsliðshópi Snorra Steins

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -