- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

„Ég er stolt af liðinu“

Steinunn Björnsdóttir í leiknum í kvöld. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -


„Fyrri hálfleikur var mjög góður og lagði grunninn að sigrinum. Fagleg frammistaða,“ sagði Steinunn Björnsdóttir fyrirliði íslenska landsliðsins eftir að það vann ísraelska landsliðið, 39:27, í fyrri viðureign þjóðanna í umspili HM kvenna í kvöld.


„Næst á dagskrá er að mæta eins vel upplagðar á morgun og klára dæmið,“ sagði Steinunn ennfremur.

„Við lékum vörnina mjög vel og markvarslan kom með. Í kjölfarið náðum við að keyra vel á þær enda voru þær seinar til baka. Við nýttum okkur það,“ sagði Steinunn ennfremur en íslenska liðið skoraði 20 mörk í fyrri hálfleik gegn 10 mörkum andstæðingsins.

„Ég er stolt af liðinu eftir fyrri hluta þessa verkefnis. Við höldum áfram að þjappa okkur vel saman og mætum klárar til leiks á morgun,“ sagði Steinunn Björnsdóttir ennfremur.

Lengra viðtal við Steinunni er í myndskeiði hér fyrir ofan.

Sjá einnig:

Stórsigur við sérstæðar aðstæður

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -