- Auglýsing -
- Auglýsing -

„Ég er stoltur af strákunum“

Dagur Sigurðsson verður við stjórnvölin hjá japanska landsliðinu á Ólympíuleikunum í sumar. Mynd/EPA
- Auglýsing -

„Við erum gríðarlega stoltir af árangri okkar. Jafntefli við Króata í fyrstu umferð gerir árangurinn ennþá stærri vegna þess að nú förum við með stig áfram inn í milliriðilinn,“ sagði Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Japans í samtali við handbolta.is rétt eftir að japanska landsliðið undir hans stjórn tryggði sér sæti í milliriðlakeppni heimsmeistaramótsins með sigri á Angóla í lokaleik C-riðils í dag 30:29.


„Við höfum þurft að leika alla leikina í mótinu af fullum krafti allt til leiksloka í mótinu og staðið okkur ótrúlega vel. Ég er stoltur af strákunum að hafa klárað þetta verkefni. Það var mikilvægt fyrir þá að vinna jafna leiki en fram til þessa og þegar á móti blæs hefur það reynst erfitt. Þeir hafa lært mikið,“ sagði Dagur ennfremur.

Japanska landsliðið sér nú fram á leiki við Danmörku, Argentínu og annað hvort Barein eða Kongó í milliriðli tvö en keppni í honum hefst á fimmtudaginn. Enn er ekki ljóst hvort það verður Kongó eða Barein, undir stjórn Halldórs Jóhanns Sigfússonar, sem fer afram úr D-riðli en þjóðirnar eigast við síðar í kvöld.

Árangurinn er risastór fyrir japanska landsliðið því þetta er aðeins í annað sinn sem japanska landsliðið kemst í aðra umferð á heimsmeistaramóti og í fyrsta sinn sem það tekur með sér stig í aðra umferð keppninnar.
 

Sjáum til hvað setur

„Við erum bara brattir fyrir milliriðlakeppnina. Við vitum að það verður erfitt að halda þessu tempói í þrjá leiki til viðbótar en við sjáum hvað setur,“ sagði Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Japans við handbolta.is fyrir stundu.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -