- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ég er svekkt með úrslitin

Andrea Jacobsen, Hildigunnur Einarsdóttir og Sunna Jónsdóttir í vörninni í leiknum í kvöld. Mynd/EPA
- Auglýsing -

„Ég er svekkt með úrslitin og þá staðreynd að við vorum sjálfum okkur verstar meðal annars með mjög slæmri byrjun á leiknum,“ sagði Sunna Jónsdóttir landsliðskona í handknattleik fyrirliði í samtali við handbolta.is eftir tap, 30:24, fyrir Slóvenum í upphafsleik íslenska landsliðsins á HM kvenna í handknattleik í Stavangri í kvöld.

Réðum ekki neitt við neitt

„Spennustigið var mjög hátt, jafnt í vörn sem sókn. Við réðum bara ekki neitt við neitt í upphafi. Ég er síðan ánægð með að okkur tókst að koma til baka eftir afleita byrjun. Okkur tókst að bæta úr því áður en fyrri hálfleikur var á enda. Í síðari hálfleik náðum við minnka muninn í eitt mark og koma leiknum í góðan takt að okkur fannst, okkur leið vel með frábæra áhorfendur á bak við okkur, eitthvað sem var mjög mikilvægt. En því miður þá miður þá var síðasti hluti leiksins ekki góður. Þá töpuðum við boltanum illa og fengum þar af leiðandi slæm mörk á okkur,“ sagði Sunna.

Óþarflega mikill munur

„Við náðum aldrei að nálgast þær meira en sem nemur einu eða tveimur mörkum. Okkur tókst aldrei að brjóta þann ís. Ég er svekkt. Þetta var óþarflega mikill munur þegar upp er staðið. Á móti kemur að við verðum að horfa á það jákvæða og halda áfram að lengja góðu kaflana,“ sagði Sunna Jónsdóttir fyrirliði íslenska landsliðsins í samtali við handbolta.is í Stafangri í kvöld.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -