- Auglýsing -
- Auglýsing -

Mjög góður millikafli dugði ekki – tap í fyrsta leik á HM

Sandra Erlingsdóttir og Hildigunnur Einarsdóttir í glímu við slóvensku varnarmennina í leiknum í Stafanngri. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Íslenska landsliðið í handknattleik tapaði fyrir Slóvenum með sex marka mun í upphafsleik sínum á heimsmeistaramótinu í handknattleik kvenna í DNB Arena í Stafangri í kvöld. Slóvenar voru þremur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 16:13, eftir að hafa verið sjö mörkum yfir um miðjan hálfleikinn, 11:4.
Næsti leikur Íslands á HM verður við Frakka á laugardaginn klukkan 17.


Íslenska liðið náði að minnka muninn í eitt mark, 20:19, þegar síðari hálfleikur var hálfnaður. Nær komst liðið ekki. Næstu mínútur á eftir munaði tveimur mörkum minnst áður en Slóvenar nýttu sér mistök íslenska liðsins á síðustu mínútum til þess að vinna óþarflega stóran sigur, úr því sem komið var á kafla í síðari hálfleik. Ef til vill vantaði liðinu þrek þegar á leið síðari hálfleik, þrek sem fór að vinna upp afleitar fyrstu 15 mínútur leiksins. Einnig munaði um að Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði nokkur skot í markinu.


Segja má að matraðarbyrjun hafi sett mark sitt á leikinn. Sóknarleikur Íslands var í molum framan af. Svo virtist sem leikmenn væri yfirspenntir. Hver sóknin á fætur annarri rann út í sandinn á einfaldan hátt. Um tíma stefndi í sannkallað afhroð. Sem betur fer varð ekkert úr því. Leikmenn íslenska liðsins unnu sig inn í leikinn með miklum dugnaði. Varnarleikurinn var afar góður þegar hægt var að stilla upp í vörn. Jafnt og þétt vannst munurinn niður. Hann var minnstur tvö mörk í fyrri hálfleik sem var viðunandi úr því sem komið var 10 til 15 mínútna leik.


Í síðari hálfleik tókst að velgja Slóvenum hressilega undir uggum. Sandra Erlingsdóttir skoraði 19. mark Íslands, 19:20, þegar nærri 15 mínútur voru liðnar. Ekki tókst að fylgja þessu eftir og jafna metin. Því miður þá tapaðist boltinn illa. Tvisvar voru dæmd sóknarbrot. Einnig var aðeins gefið eftir í varnarleiknum. Sennilega var þreyta farin að segja til sín.


Upphafið og endirinn voru frekar slæm en miðkaflinn fínn. Á honum verður að byggja í framhaldinu. Því miður var íslenska landsliðið svo nærri því að krækja í eitthvað en e.t.v. um leið svolítið frá því.

Mörk Íslands: Sandra Erlingsdóttir 5/3, Thea Imani Sturludóttir 5, Perla Ruth Albertsdóttir 5, Elín Rósa Magnúsdóttir 4, Þórey Rósa Stefánsdóttir 2, Díana Dögg Magnúsdóttir 2, Hildigunnur Einarsdóttir 1.
Varin skot: Elín Jóna Þorsteinsdóttir 7, 28%.
Mörk Slóveníu: Natasa Ljepoja 8, Tjasa Stanko 6/2, Tamara Mavsar 5, Alja Varagic 4, Ana Abina 3, Barbara Lazovic 3, Valentina Klekencic 1.
Varin skot: Amara Pandzic 4, 20% – Maja Vojnovic 2, 22,2%.

Öll tölfræði leiksins.

Handbolti.is er í DNB Arena og fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -