- Auglýsing -
- Auglýsing -

Egyptar verðskulduðu sigurinn

Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari Þýskalands Alfreð Gíslason, KR, setti markamet 1982, sem stendur enn. Skoraði 21 mark í leik gegn KA í Laugardalshöllinni. Mynd/EPA
- Auglýsing -

„Egyptar voru betri en við í dag. Það er engin tilviljun að þeir hafi ekki tapað nema einum leik í keppninni,“ sagði Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari Þýskalands í handknattleik í samtali við Þorkel Gunnar Sigurbjörnsson fréttamann RÚV eftir að þýska landsliðið féll úr keppni í átta liða úrslitum Ólympíuleikanna með fimm marka tapi, 31:26, fyrir Egyptum í Tókýó í dag.


Alfreð sagði varnarleikinn aldrei hafa verið viðunandi hjá þýska liðinu í leiknum. Þar af leiðandi hafi markverðirnir ekki náð sér á strik. Í sókninni hafi leikmenn hans farið illa með mörg skot. Þýska liðið hafi hreinlega aldrei komist nógu vel inn í leikinn.


Alfreð sagði ennfremur í samtalinu að miklu máli skipti fyrir sig að hafa ekki fengið nægan tíma til þess að æfa en þýsku 1. deildinni lauk ekki fyrr en í lok júní. „Undirbúningurinn var ekki nægilegur. Samt stóð liðið sig mjög vel í keppninni. Okkur vantar fleiri útispilara til að halda í við bestu liðin,“ sagði Alfreð ennfremur og bendir á að tveir til þrír leikmenn sem hann hefði viljað hafa í sínum hóp hafi ekki komist með að þessu sinni.


„Okkar markmið var að leika um verðlaun. Til þess hefðum við þurft að vinna þennan leik. Egyptar verðskulduðu sigurinn í leiknum,“ sagði Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari Þýskalands, í samtali við RÚV í Tókýó í dag.


Upptaka af viðtalinu hjá RÚV.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -