- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

EHF hefur sýnt Króötum gula spjaldið vegna kynþáttafordóma

Ekki var sómi af hegðum allra króatísku áhorfendanna í Lanxess Arena í Köln í gær. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur tekið í taumana vegna kynþáttafordóma sem leikmenn franska landsliðsins urðu fyrir af hendi króatískra áhorfenda á leik Frakklands og Króatíu í milliriðlakeppni Evrópumótsins í Lanxess Arena í Köln í gær. Í EHF tilkynningu segir að framkoma sem þessi verði aldrei liðin. Öryggisverðir hafi haft afskipti af áhorfendum vegna framkomu þeirra og þeim vísað á dyr.

EHF segir ennfremur að rætt hafi verið við forvígismenn handknattleikssambands Króatíu og ítrekuð sú ábyrgð sem á herðum þeirra hvílir að sjá til þess að stuðningsmenn láti af framkomu sem þessari. Segja má að Króatar hafi fengið gula spjaldið að þessu sinni.

Til viðbótar hefur EHF farið yfir öryggismál með þýska handknattleikssambandinu sem er framkvæmdaaðili Evrópumótsins svo að atvik af þessu tagi endurtaki sig ekki, eða alltént að gripið verði undir eins í taumana hegði áhorfendur sér ekki eins þeim ber.

EHF ítrekar að sambandið þoli ekki fordóma af nokkru tagi gagnvart íþróttafólki eða öðrum þátttakendum á handknattleiksmótum. Fordómar eiga ekki heima í handbolta, segir EHF.

Þjálfari franska landsliðsins og leikmenn hafa lýst því að stuðningsmenn króatíska landsliðsins hafi haft upp níðsyrði á leikvellinum í gær auk þess að plastflöskum hafi verið kastað í átt að þeim frá hópi fólks sem var í landsliðstreyjum Króatíu á áhorfendapöllunum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -