- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Eiga leik í Prag og á Ísafirði sama daginn

Leikmenn og þjálfara karlaliðs ÍBV. Mynd/UMFSelfoss
- Auglýsing -

Samkvæmt upplýsingum á vef Handknattleikssambands Evrópu, EHF, þá leikur ÍBV báðar viðureignir sína við tékknesku meistarana Dukla í Prag ytra í 3. umferð Evrópubikarkeppni karla. Leikirnir eiga að fara fram 10. og 11. desember, síðari helgina sem tekin hefur verið frá í dagatali EHF fyrir leiki Evrópubikarkeppni karla.

Þar með virðist ljóst að færa verður til viðureign Harðar og ÍBV sem fram á að fara í Olísdeild karla 10. desember. Alltént er ósennilegt að ÍBV leiki á Ísafirði og í Prag sama daginn þótt Eyjamönnum láti sér fátt fyrir brjósti brenna né víli lítt fyrir sér ferðalög vegna kappleikja.


Á 12 daga tímabili í desember frá þriðja til fimmtánda eru fimm leikir á dagskrá ÍBV. Leikurinn við Hörð, leikirnir tveir við Dukla auk tveggja viðureigna við Val, báðar í Vestmannaeyjum. Fyrri leikurinn við Val er á dagskrá laugardaginn 3. desember og er liður í Olísdeildinni. Hinn 15. desember er gert ráð fyrir að liðin leiði sama kappa sína á nýjan leik í Vestmannaeyjum í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar.

Leikjadagskrá karlaliðs ÍBV í desember:
3. des: ÍBV - Valur.
10. des: Hörður - ÍBV.
10. des: Dukla Prag - ÍBV.
11. des: Dukla Prag - ÍBV.
15. des: ÍBV - Valur.

ÍBV hefur þegar leikið fjórum sinnum á heimavelli í Evrópubikarkeppninni á keppnistímabilinu. Snemma í september kom ísraelska liðið HC Holon til Vestmannaeyja og í þessum mánuði mætti úkraínska liðið Donbas til Eyja. Leikmenn Holon og Donbas fóru með skottið á milli lappanna til baka. Þar af leiðandi er ÍBV komið í 3. umferð Evrópubikarkeppninnar.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -