- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

„Eigum að geta haldið spennustiginu réttu“

- Auglýsing -


„Það er alltaf erfitt að meta lið út frá vídeómyndum. En við vitum að þetta er hörkugott lið með fína leikmenn,“ segir hin þrautreynda Hildigunnur Einarsdóttir leikmaður Vals sem leikur á laugardaginn fyrri úrslitaleikinn í Evrópubikarkeppninni í handknattleik gegn spænska liðinu BM Porriño. Um sögulegan leik verður að ræða því aldrei fyrr hefur kvennalið frá Íslandi leikið til úrslita í Evrópukeppni félagsliða.


BM Porriño hafnaði í fjórða sæti spænsku 1.deildarinnar og tapaði í fyrrakvöld í fyrstu umferð átta liða úrslita úrslitakeppninnar um spænska meistaratitilinn.

Hildigunnur og samherjar fóru til Spánar í gær og hafa daginn í dag til þess að búa sig undir fyrri viðureignina. Síðari úrslitaleikurinn verður á Hlíðarenda annan laugardag.


„BM Porriño er um margt svipað og Málaga-liðið sem við mættum í sextán liða úrslitum keppninnar,“ segir Hildigunnur og bætir við.

„Þessa stundina erum við hægt að bítandi að búa okkur undir leikinn og reynum að halda báðum fótum á jörðinni. Við höfum tekið þátt í nokkrum leikjum í vetur og erum orðnar nokkuð sjóaðar á þessu sviði. Ég tel að við eigum að geta haldið spennustiginu réttu,“ segir Hildigunnur Einarsdóttir leikmaður Vals.

Lengra viðtal við Hildigunni er í myndskeiði hér fyrir ofan.

Fyrri viðureign BM Porriño og Vals hefst klukkan 15 á laugardaginn. Útsending verður á RÚV frá leiknum.
Síðari leikurinn fer fram á heimavelli Vals laugardaginn 17. maí einnig klukkan 15.

Evrópubikarkeppni kvenna – fréttasíða.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -