- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ein sú allra besta verður á Ásvöllum á miðvikudaginn

Linn Blohm er væntanleg með sænska landsliðinu á Ásvelli á miðvikudagskvöld. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Sænska handknattleikskonan Linn Blohm, sem verður í eldlínunni með sænska landsliðinu gegn því íslenska á Ásvöllum á miðvikudagskvöldið, er ein þriggja handknattleikskvenna sem tilnefnd er í kjöri Alþjóða handknattleikssambandsins, IHF, á handknattleikskonu ársins 2023.

Blohm og samherjar koma til Íslands á morgun og mæta íslenska landsliðinu í undankeppni Evrópumótsins, 7. riðli á Ásvöllum á miðvikudagskvöldið klukkan 19.30. Ókeypis aðgangur er leikinn í boði Arion banka. Liðin mætast aftur í Karlskrona á laugardaginn.

Er hjá ungverska meistaraliðinu

Blohm er 31 árs gömul línukona og leikmaður ungverska meistaraliðsins Györi Audi ETO KC. Hún skoraði m.a. 58 mörk í Meistaradeildinni á síðasta ári. Auk þess að vera afburða línukona er hún ein burðarása í vörn sænska landsliðsins sem hafnaði í fjórða sæti á HM í desember á síðasta ári. Hún skoraði 25 mörk á HM í Danmörku, Noregi og Svíþjóð 2023 og var með 86,3% skotnýtingu auk sex stolinna bolta í átta leikjum.

Blohm er svo sannarlega engin nýgræðingur í hópi allra fremstu handknattleikskvenna heims því á HM 2019 var hún valin í úrvalslið mótsins.

Auk Blohm eru norska handknattleikskonan Henny Reistad og Estelle Nze Minko landsliðskona Frakklands tilnefndar í kjörinu að þessu sinni.

Hér er myndskeið með Blohm og samherjum í sænska landsliðinu frá HM 2023:

Tengt efni:

Axnér hefur valið hópinn sem mætir Íslandi

Tveir nýliðar í landsliðshópnum – fjórar breytingar frá HM

Staðan í 7. riðli undankeppni EM:

Svíþjóð220076:374
Ísland220060:374
Færeyjar200243:650
Lúxemborg200231:710
  • Eftir leikina við Svía á íslenska landsliðið tvo leiki eftir í undankeppninni, gegn Lúxemborg ytra 3. apríl og heima á móti Færeyingum 7. apríl.
  • Tvö efstu lið hvers riðils tryggir sér sæti í lokakeppni EM sem fram fer undir árslok í Austurríki, Ungverjalandi og Sviss.
  • Einnig fara fjórar af átta liðum sem verða í þriðja sæti undankeppninnar í aðalkeppnina í desember.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -