- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ein sú besta kveður sviðið og Martín mætir til leiks

Anita Görbicz hefur ákveðið að hætta keppni á handboltavellinum í vor. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Ein allra fremsta handknattleikskona síðustu tveggja áratuga, Anita Görbicz, hefur ákveðið að leggja keppnisskóna á hilluna í vor eftir langan og glæsilegan feril. Görbicz, sem er 37 ára gömul hefur allan sinn atvinnumannaferil leikið með ungverska stórliðinu Györ. Hún hefur unnið allt sem hægt er að vinna með félagsliði sínu auk margra persónulegra viðurkenninga.

Görbicz og Györ greindu frá þessari ákvörðun í dag. Fleiri stórar ákvarðanir sem varða Györ voru tilkynntar í dag. Spánverjinn Ambros Martín tekur við þjálfun liðsins í sumar. Hann þekkir afar vel til í herbúðum félagsins eftir að hafa þjálfað Györ frá 2012 til 2018 með frábærum árangri. Martín er án atvinnu um þessar mundir eftir að honum var sagt upp starfi sem þjálfari rússneska kvennalandsliðsins undir lokin á EM í desember.

Til viðbótar hefur Györ samið við Crina Pintea og Linn Blohm.

Norska handknattleikskonan Amanda Kurtovic, sem var lánuð til tyrknesks félagsliðs fyrir áramót fær ekki endurnýjun á samningi sínum hjá Györ í vor. Þá hafa Eduarda Amorim og Beatrice Edwige samið við rússneska meistaraliðið Rostov-Don og kveðja þar með Györ við lok leiktíðar í vor.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -