Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari danska úrvalsdeildarliðsins Nordsjælland hefur tekið við þjálfun U20 ára landsliðsins ásamt Einari Andra Einarssyni, alltént hafa þeir félagar valið hóp pilta til æfinga undir merkjum 20 ára landsliðsins.
Undanfarin tvö ár hefur Róbert Gunnarsson verið annar þjálfara 20/21 árs landsliðanna ásamt Einari Andra. Síðast stýrðu Einar Andri og Róbert íslenska landsliðinu til bronsverðlauna á HM 21 árs landsliða í sumar.
Hópurinn sem Einar Andri og Halldór Jóhann hafa valið til æfinga kemur saman 30. október og verður við æfingar fram til til 4. nóvember. Væntanlega verða æfingarnar á höfuðborgarsvæðinu.
Markverðir:
Breki Hrafn Árnason, Fram.
Ísak Steinsson, Ros/Drammen.
Kristján Rafn Oddsson, FH.
Aðrir leikmenn:
Andri Fannar Elísson, Gróttu.
Atli Steinn Arnarsson, FH.
Birkir Snær Steinsson, Haukum.
Daði Bergmann Gunnarsson, Stjörnunni.
Daníel Stefán Reynisson, Fram.
Daníel Örn Guðmundsson, Val.
Eiður Rafn Valsson, Fram.
Elmar Erlingsson, ÍBV.
Gísli Rúnar Jóhannsson, Aftureldingu.
Gunnar Kári Bragason, Selfossi.
Hans Jörgen Ólafsson, Selfossi.
Haukur Ingi Hauksson, HK.
Hinrik Hugi Heiðarsson, ÍBV.
Ívar Bessi Viðarsson, ÍBV.
Kjartan Þór Júlíusson, Fram.
Kristján Helgi Tómasson, Stjörnunni.
Reynir Þór Stefánsson, Fram.
Róbert Dagur Davíðsson, FH.
Rytis Kazakevicius, Stjörnunni.
Sigurður Páll Matthíasson, Víkingi.
Sigurður Snær Sigurjónsson, Haukum.
Skarphéðinn Ívar Einarsson, KA.
Theodór Sigurðsson, Fram.
Þorvaldur Örn Þorvaldsson, Val.
Össur Haraldsson, Haukum.
Örn Alexandersson, HK.