- Auglýsing -

Einar Birgir er ekki ökklabrotinn

Einar Birgir Stefánsson línumaður KA verður frá keppni um ótiltekinn tíma vegna ökklameiðsla sem hann varð fyrir á sunnudaginn. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Einar Birgir Stefánsson línumaðurinn öflugi hjá KA sneri sig afar illa á ökkla í leik KA og Gróttu í Olísdeild karla í handknattleik á sunndagskvöldið og var fluttur á sjúkrahús meðan leikurinn stóð yfir. Akureyri.net segir frá að útilokað hafi verið að Einar Birgir hafi ökklabrotnað. Útlit sé fyrir að liðbönd í öðrum ökklanum hafi slitnað.


Ökklinn var myndaður í gær en í honum eru enn miklar bólgur sem gera að verkum að ekki er hægt að slá neinu föstu ennþá að undanskildu að ekkert bendir til brots í ökklanum. Flest bendir þó til slitins liðbands.

Hugað að Einari Birgi á leikvellinum á sunndagskvöldið. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Stefnt er á ýtarlegri rannsókn þegar bólgur hafa hjaðnað eftir því sem segir frá á Akureyri.net.

Tveir leikir eftir fyrir jól

Víst er að Einar Birgir leikur ekki með KA á nýjan leik fyrr en komið verður inn á næsta ár. KA á tvo leiki eftir á þessu ári, gegn Haukum í KA-heimilinu í Olísdeildinni næsta laugardag og viku síðar, 17. desember, á móti Víði Garði í 16-liða úrslitum bikarkeppni HSÍ í íþróttahúsinu í Garði.


Fyrsti leikur KA á næsta ári verður sunnudaginn 5. febrúar gegn Herði.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -