Einar Bragi Aðalsteinsson var næst markahæstur hjá IFK Kristianstad þegar liðið hóf keppni í sænsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi með jafntefli við lið Helsingborg, 30:30. Einar Bragi skoraði fimm mörk í níu skotum á leikvellinum í Helsingjaborg.
IFK var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 19:17, og hafði þriggja marka forskot um miðjan síðari hálfleik, 26:23. Heimamenn blésu til sóknar á síðustu mínútum viðureignarinnar og tókst að krækja í annað stigið.
Arnór Viðarsson skoraði fjögur mörk í fimm skotum þegar HF Karlskrona tapaði, 36:32, í heimsókn til meistaraliðs síðasta tímabils, Ystads IF HF.
HF Karlskrona hefur leikið tvo leiki og unnið annan.
Amo HK, Malmö og Ystads IF HF hafa unnið tvo fyrstu leikina og eru efst.
Stöðuna í úrvalsdeildinnni í Svíþjóð og í fleiri deildum evrópsks handknattleiks er að finna hér.