- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Einar í eins leiks bann – kannski lengra

Einar Jónsson þjálfari Fram. Ljósmynd /Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Einar Jónsson þjálfari kvenna- og karlaliðs Fram í handknattleik hefur verið úrskurðaður í eins leiks bann vegna framkomu sinnar síðla leiks Fram og Hauka í undanúrslitum umspils Olísdeildar kvenna á miðvikudaginn. Ekki er útilokað að bannið verði lengt en aganefnd HSÍ hefur það til skoðunar. Einnig hefur Fram fengið tækifæri til þess að bera blak af framkomu Einars áður en endanlegur úrskurður fellur.

Einar hlaut útilokun með skýrslu vegna mjög ódrengilegrar hegðunar, að mati dómara leiksins. Í frétt mbl.is frá uppákomunni segir að Ein­ar hafi fengið beint rautt spjald fyr­ir að kasta leik­hlés­spjald­inu að ritaraborðinu. Annar eftirlitsmaður leiksins sagði Einar hafa beðið um leikhlé. Einar hélt öðru fram og virtist vera mikið niðri fyrir.

„Er það mat aganefndar, með vísan til skýrslu dómara, að brotið kunni að verðskulda lengra bann en 1 leik. Með tilvísun til 10. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að þjálfarinn er úrskurðaður strax í eins leiks bann en málinu að öðru leyti frestað um sólarhring til að gefa félaginu færi á að skila athugasemdum sínum til skrifstofu HSÍ fyrir kl.12.00, föstudaginn 03. maí með tilvísun í 3.gr ofangreindar reglugerðar,“ segir í úrskurði aganefndar sem lesa í heild sinni neðst í fréttinni.

Meistaraflokkslið Fram eru bæði úr leik og því er ósennilegt að Einar taki út bannið fyrr en í haust þegar nýtt keppnistímabil hefst.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -