- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Einar kemur inn – Stiven og Sveinn sitja í stúkunni

Einar Þorsteinn Ólafsson kemur inn í liðið. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Stiven Tobar Valencia og Sveinn Jóhannsson verða utan 16-manna leikmannahópsins í kvöld þegar íslenska landsliðið mætir króatíska landsliðinu í annarri umferð riðlakeppni heimsmeistaramótsins í handknattleik. Leikurinn hefst klukkan 19.30 í Zagreb Arena.


Einar Þorsteinn Ólafsson er í 16-manna hópnum sem tekur þátt í viðureigninni. Hann sat yfir gegn Egyptum en var með gegn Slóvenum á mánudaginn.

Sveinn var einnig utan liðsins í leikjunum við Slóvena og Egypta en Stiven Tobar Valencia kom til Zagreb í dag til þess að leysa af Bjarka Má Elísson sem er meiddur og tekur ekki meira þátt á HM.


Íslenska landsliðið sem mætir króatíska landsliðinu í kvöld er skipað eftirtöldum leikmönnum:

Markverðir:
Björgvin Páll Gústavsson, Valur (279/25).
Viktor Gísli Hallgrímsson, Wisla Plock (66/1).
Aðrir leikmenn:
Aron Pálmarsson, Veszprém (175/690).
Einar Þorsteinn Ólafsson, Fredericia HK (17/5).
Elliði Snær Viðarsson, Vfl Gummersbach (56/121).
Elvar Örn Jónsson, MT Melsungen (85/196).
Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg (66/150).
Haukur Þrastarson, Dinamo București (39/54).
Janus Daði Smárason, Pick Szeged (92/158).
Óðinn Þór Ríkharðsson, Kadetten Schaffhausen (48/140).
Orri Freyr Þorkelsson, Sporting Lissabon (22/66).
Sigvaldi Björn Guðjónsson, Kolstad (82/222).
Teitur Örn Einarsson, Vfl Gummersbach (42/41).
Viggó Kristjánsson, HC Erlangen (65/198).
Ýmir Örn Gíslason, Frisch Auf Göppingen (98/41).
Þorsteinn Leó Gunnarsson, FC Porto (11/19).

A-landslið karla – fréttasíða.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -