-Auglýsing-

Einn frá Íslandi í færeyska landsliðinu

- Auglýsing -

Valsmaðurinn Allan Norðberg er eini færeyski handknattleiksmaðurinn sem leikur hér á landi sem er í 19 karla landsliðshópi sem Peter Bredsdorff-Larsen landsliðsþjálfari og Hjalti Mohr Jacobsen aðstoðarmaður hans hafa valið til undirbúnings og þátttöku á fjögurra landsliða móti í Þrándheimi í Noregi sem stendur yfir frá 30. október til 2. nóvember.

Þátttaka í mótinu er mikilvægur hluti í undirbúningi færeyska landsliðsins fyrir Evrópumótið í janúar. Leikið verður við landslið Danmerkur, Hollands og Noregs.


Bjarni í Selvindi, leikmaður Vals, sem einnig hefur átt sæti í færeyska landsliðinu er að jafna sig eftir aðgerð á öxl. Hið minnsta fjórir Færeyingar til viðbótar leika hér á landi: Dánjal Ragnarsson, Hallur Arason, Jóhannes Bjørgvin og Sveinur Ólafsson.

Færeyski hópurinn er skipaður eftirtöldum leikmönnum:

Markverðir:
Pauli Jacobsen, HØJ Elite.
Aleksandar Lacok, TSV St. Otmar Handball St. Gallen.

Aðrir leikmenn:
Tróndur Mikkelsen, HF Karlskrona.
Rói Ellefsen á Skipagøtu, IF Hallby HK.
Óli Mittún, GOG.
Elias Ellefsen á Skipagøtu, THW Kiel.
Pauli Mittún, Team Sydhavsøerne.
Vilhelm Poulsen, TSV Hannover-Burgdorf.
Kjartan Johansen, Elitesport Vendsyssel.
Pauli Rasmussen, StÍF.
Høgni Heinason, H71.
Rói Berg Hansen, Køge Håndbold.
Leivur Mortensen, HC København.
Pauli Høj, Bergsøy.
Hákun West av Teigum, Füchse Berlin.
Allan Norðberg, Valur.
Teis Horn Rasmussen, Ribe-Esbjerg HH.
Pætur Mikkjalsson, Team Sydhavsøerne.
Ísak Vedelsbøl, IK Sävehof.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -