- Auglýsing -

Einn fremsti dómari Evrópu er látinn

- Auglýsing -


Einn þekktasti og fremsti handknattleiksdómari Evrópu á síðari árum, Marcus Helbig, er látinn 53 ára gamall eftir erfið veikindi. Helbig dæmdi ásamt félaga sínum, Lars Geipel, frá 1993 til 2021 er hann varð að hætta af heilsufarsástæðum. Saman dæmdu þeir Helbig og Geipel fleiri en 600 leiki í þýsku deildarkeppninni og um 250 alþjóðlega kappleiki þar af marga leiki íslenska landsliðsins á stórmótum.


Helbig og Geipel dæmdu á öllum heims- og Evrópumótum karla frá 2008 til 2020. Síðasti stórmótaleikur þeirra var bronsleikurinn á EM karla í janúar 2020. Um sumarið veiktist Helbig og varð að hætta dómgæslu nokkru síðar.

Helbig og Geipel dæmdu einnig saman á Ólympíuleikunum 2012 og 2016 og úrslitaleiki Meistaradeildar karla 2017 og 2019.

Þýska handknattleikssambandið tilkynnti í morgun að dómarar, eftirlitsmenn, tímaverðir, ritarar og þjálfarar beri sorgarbönd í næstu umferð efstu tveggja deilda karla og kvenna.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -