- Auglýsing -
- Auglýsing -

Einn mest spennandi klúbbur í heiminum í dag

Viktor Gísli Hallgrímsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við HBC Nantes. Mynd/HBC Nantes
- Auglýsing -

Franska handknattleiksliðið HBC Nantes staðfesti loks fyrir hádegið að félagið hafi samið við landsliðsmarkvörðinn Viktor Gísla Hallgrímsson frá og með næsta keppnistímabili. Viktor Gísli, sem er 21 árs hefur skrifað undir þriggja ára samning við félagið en lið þess komst m.a. í undanúrslit í Meistaradeild Evrópu í júní sl.


„Hér er á ferðinni einn mest spennandi klúbbur í heiminum í dag. Mjög fagmannleg umgjörð í kringum klúbbinn þannig að ég er mjög spenntur,“ sagði Viktor Gísli við handbolta.is fyrir stundu. Hann væntir þess að Nantes endurheimti sæti sitt í Meistaradeildinni á næsta keppnistímabili, 2022/2023. Það verður ekki í deildinni á því tímabili sem er að hefjast sökum þess að Nantes varð í þriðja sæti í frönsku 1. deildinni í vor á eftir PSG og Montpellier en Frakkar eiga aðeins tvö sæti af sextán í Meistaradeild karla.


Auk Viktors Gísla hefur Nantes samið við króatíska landsliðsmarkvörðinn Ivan Pesic frá og með næstu leiktíð. Viktor Gísli og Pesic eiga að koma í stað Emil Nielsen og Mickaël Robin sem róa á önnur mið. Nielsen hefur lengi verið orðaður við Barcelona. Pesic er nú í herbúðum Meshkov Brest í Hvíta-Rússlandi en Viktor Gísli er að hefja sitt þriðja og síðasta keppnistímabil hjá danska liðinu GOG.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -