- Auglýsing -

Einn sá efnilegasti í Evrópu skoraði 23 mörk í 25 skotum gegn Noregi

- Auglýsing -


Slóveninn Aljuš Anžič fór hamförum með 19 ára landsliði Slóvena gegn Noregi í fyrstu umferð milliriðlakeppni heimsmeistaramóts í Kaíró í dag. Anžič skoraði 23 mörk í 25 skotum í 37:37 jafntefli. Aðeins sex af mörkunum skoraði piltur úr vítaköstum. Anžič er aðeins 17 ára gamall og þykir eitt mesta efni sem skotið hefur fram í evrópskum handknattleik um langt árabil. Hann sló í gegn á HM 21 árs landsliða í Póllandi í júní.


Anžič, sem er fæddur 2008, varð þriðji markahæstur á heimsmeistaramóti 21 árs landsliða sem fram fór í Póllandi í sumar, skoraði 61 mark auk 20 stoðsendinga.

Hér fyrir neðan er syrpa með Anžič frá HM 21 árs í júní.

Markvörður og körfuboltakona

Faðir piltsins, Aleš, var markvörður á sínum tíma en vinnur nú í þjálfarateymi Celje Lasko. Móðir piltsins, Alenka Potočnik Anžič, er fyrrverandi landsliðskona í körfubolta og núverandi forseti Celje Lasko, íþróttafélags.

Anžič er samningsbundinn Celje Lasko til ársins 2028.

Nægir varla

Jafntefli og stórleikur Anžič gegn Noregi í dag mun tæplega nægja Slóvenum til þess að komast í átta liða úrslit. Þeir eru tveimur stigum á eftir norska liðinu og verða að vinna Frakka á morgun og vonast til um leið að norska landsliðið tapi með 10 marka mun fyrir Þýskalandi.

Íslendingurinn með 7 mörk

Íslendingurinn í norska landsliðinu, Hlini Snær Birgisson, var næst markahæstur í norska landsliðinu með sjö mörk í stórleik Slóvenans Aljuš Anžič. Væntanlega á áhugafólk um handknattleik oft eftir að heyra og sjá nafn hans getið á næstu árum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -