-Auglýsing-

Einn virtasti þjálfari Spánar er fallinn frá

- Auglýsing -

Javier García Cuesta fyrrverandi landsliðsmaður Spánar og landsliðsþjálfari nokkurra landsliða karla, en einnig kvenna, lést í gær í Gijon á Spáni 78 ára gamall. Cuesta fæddist í Mieres á Spáni 1947. Hann vakti fljótt athygli fyrir hæfileika sína í handknattleik og þótti einstaklega útsjónarsamur. Cuesta lék með spænska landsliðinu á Ólympíuleikunum í München 1972.

Cuesta sneri sér fljótt að þjálfun og þjálfaði landslið Spánar, Egyptalands, Brasilíu og Portúgal auk bandaríska landsliðsins með hléum frá 1981 til 2018. Hann var m.a. þjálfari bandaríska landsliðsins þegar það tók þátt í HM á Íslandi 1995. Eftir HM 1995 fór Cuesta til Egyptalands og þjálfaði landsliðið í fjögur ár.

Cuesta var þjálfari karlalandsliðs Spánar frá 1989 til 1992 og leiddi liði til leiks á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992. Um líkt leyti var hann þjálfari BM Cantabria Teka Santander. Cuesta tók aftur við spænska landsliðinu 2005 eftir að hafa þjálfað karlalandslið Portúgal frá 1999. Cuesta hætti með spænska landsliðið eftir HM 2009 og tók þá við landsliði Brasilíu og stýrði því í fimm ár uns hann hóf störf hjá bandaríska Ólympíusambandinu í síðasta sinn og þjálfaði karlalandsliðið frá 2014 til 2018 er hann ákvað að fara á eftirlaun.

Cuesta var frumkvöðull í þjálfun og ástríðufullur fyrir framgangi handboltans. Um leið var hann alþýðlegur og minnist umsjónarmaður handbolti.is m.a. þess að hann sýndi ungum blaðamanni þolinmæði og vinsemd fyrir og eftir leiki á HM 1995.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -