- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Einvígi Gros og Mikhaylichenko

Elena Mikhaylichenko, önnur af tveimur markahæstu í Meistaradeild Evrópu um þessar mundir. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Fimmta umferðin í Meistaradeild kvenna fer fram um helgina og eru margir athyglisverðir leikir á dagskrá. Í A-riðli er mesta eftirvæntingin fyrir leik Metz og Rostov-Don þar sem hvorugt liðið má við því að misstíga sig. Þá mun Cristina Neagu mæta aftur til leiks með liði sínu CSM Búkaresti eftir að hafa þurft að sitja hjá í síðustu umferð vegna Covid19. Í B-riðli verður mesta athyglin á leik Brest og CSKA en bæði liðin eru taplaus í riðlinum og þar eigast líka við þeir leikmenn sem eru markahæstir í Meistaradeildinni sem af er, þær Ana Gros og Elena Mikhaylichenko.

Leikir helgarinnar

A-riðill

Krim – Bietigheim | Laugardagur 17.okóber kl.14.00

 • Byrjun Krim er sú versta í 25 ára sögu félagsins í Meistaradeildinni en liðið hefur tapað fystu þremur leikjunum sinum til þessa
 • Hvorugt liðinu hefur tekist að vinna leik i riðlakeppninni í ár
 • Bietigheim er með vestu vörnina það sem af er í Meistaradeildinni en liðið hefur fengið 134 mörk á sig í leikjunum fjórum sem gerir 33.5 mörk að meðaltali.
 • Julia Maidhof hægri skytta Bietigheim er þriðja markahæst í Meistaradeildinni með 24 mörk
 • Liðin hafa aldrei áður mæst í Evrópukeppnum

Rostov-Don – Metz | Laugardagur 17.október kl. 14.00

 • Rostov eru ósigraðar í þeim þremur leikjum sem þær hafa spilað, unnið tvo og gert eitt jafntefli en Metz hefur unnið báða sína leiki til þessa.
 • Grace Zaadi leikstjórnandi Rostov mun mæta sínum fyrrum liðsfélögum en hún var á mála hjá Metz í 10 ár frá 2010-2020.
 • Bæði lið áttu nokkuð þæginlegan leik í deildarkeppnum í vikunni, Metz sigraði Fleury Loiret 39-26  og á meðan spiluðu Rostov gegn Adyif og unnu auðveldan sigur 37-19.
 • Þessi lið hafa mæst níu sinnum í Meistaradeildinni þar sem Metz hefur unnið sjö leiki en Rostov einn leik en sá leikur var þegar liðið áttust við í undanúrslitum fyrir tveimur árum.

Esbjerg – Vipers | Sunnudagur 18.október kl. 12.00

 • Esbjerg hefur tapað síðustu tveimur heimaleikjum gegn CSM og FTC og þær eru staðráðnar að vinna þennan leik.
 • Byrjun Vipers er sú besta hjá þeim í Meistaradeildinni til þessa en þær hafa unnið alla þrjá leiki sína.
 • Danska liðið mun jafna sína verstu taphrinu sem eru þrír leikir ef þær tapa gegn Vipers.
 • Með sigrinum gegn CSM í síðustu umferð varð Vipers tuttugasta og fimmta liðið í sögu Meistaradeildarinnar til þss að skora 1.000 mörk.
 • Þessi lið áttust einnig við í riðlakeppninni á síðustu leiktíð þar sem Esbjerg vann báða leikina, 35-31 og 35-30.

CSM Búkaresti – FTC | Sunnudagur 18.október kl. 14.00

 • CSM hefur unnið alla þrjá heimaleiki sína gegn FTC til þessa með fjórum mörkum að meðaltali.
 • Rúmenska liðið endurheimtir Cristinu Neagu í þessum leik en hún hefur tvívegis fengið neikvætt úr Covid19 prófi í þessari viku.
 • FTC vann góðan sigur gegn Esbjerg í síðustu umferð þar sem liðið var fáliðað þar sem  leikmenn á borð við Emily Bölk, Katrin Klujber og Noemi Hafra gátu ekki tekið þátt.
 • CSM vann auðveldan sigur gegn Gloria Buzau 32-20 á miðvikudaginn þegar rúmenska deildin hófst.

B-riðill

Györ – Valcea | Laugardagur 17.október kl 16.00

 • Þetta er annar heimaleikur Györ í röð en þær eru með 100% sigurhlutfall á heimavelli.
 • Ungverska liðið situr í öðru sæti í riðlinum með sex stig eftir góðan sigur á Odense um síðustu helgi.
 • Valcea er með núll stig eftir þrjá leiki en liðið spilaði ekki um síðustu helgi þar sem leik þeirra gegn Podravka var frestað.
 • Liðið hafa mæst 16 sinnum áður þar sem ungverska liðið hefur unnið níu sinnum, Valvea unnið sex sinnum og einu sinni hafa liðið gert jafntefli.

B.Dortmund – Buducnost | Sunnudagur 18.október kl. 12.00

 • Þetta er í fyrsta skipti sem liðið mætast í Evrópukeppnum.
 • Dortmund á ennþá eftir að fagna sigri á heimavelli en liðið var þó nálægt því í síðustu umferð þegar liðið tapaði 29-28 gegn CSKA.
 • Alina Grijseels er markahæst í liðið Dortmund en hún hefur skorað 22 mörk til þessa.
 • Buducnost er enn að leita af fyrsta sigurleiknum sínum en eftir erfiða byrjun þar sem þær töpuðu fyrstu þremur leikjunum náðu þær fyrsta stiginu sínu um síðustu helgi þegar þær gerðu jafntefli við Brest.
 • Dortmund vann þæginlegan níu marka sigur 28-17 gegn Göppingen í þýsku deildinni í vikunni og þær eru taplausar í deildinni eftir fimm umferðir.

Podravka – Odense | Sunnudagur 18.október kl. 14.00

 • Podravka hefur ekki spilað í Meistaradeildinni síðan 26.september þar sem síðasta leik þeirra gegn Valcea var frestað vegna Covid19.
 • Þær unnu hins vegar 37-19 sigur gegn Sesvete Agroproteinka í rúmensku deildinni á miðvikudaginn.
 • Þriggja leikja sigurganga Odense var stöðvuð um síðustu helgi þegar að þær töpuðu gegn Györ 32-25.
 • Danska liðið vann nauman eins marks sigur gegn Herning-Ikast á miðvikudaginn þar sem Mie Hojlund skoraði sigurmarkið á síðustu sekúndu.
 • Þessi lið hafa aldrei mæst í Evrópukeppnum.

Brest – CSKA | Sunnudagur 18.október kl. 14.00

 • CSKA er á toppi B-riðlils með sjö stig á meðan Best situr í þriðja sætinu með sex stig.
 • Bæði lið eru ósigruð í riðlinum þar sem CSKA hefur unnið síðustu þrjá leiki sína en Brest hefur gert jafntefli í síðustu tveimur leikjum sínum.
 • Rússneska liðið vann nauman eins marks sigur gegn Dortmund í síðust umferð þar sem Marina Sudakova skoraði sigurmarkið á loka andartökum leiksins.
 • Í þessum leik mætast tvær af marhæstu leikmönnum Meistaradeildarinnar til þessa, Ana Gros (Brest) með 28 mörk og Elena Mikhaylichenko (CSKA) með 25 mörk.
 • Bæði lið héldu sínu striki í landskeppnum sínum í vikunni, CSKA vann auðveldan sigur gegn Luch Moscow 43-23 á meðan Brest vann nauman sigur gegn Nantes 26-25.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -