- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Eisenach fylgir Balingen eftir upp í efstu deild

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Eftir nokkur mögur ár hefur Eisenach unnið sér sæti í efstu deild þýska handknattleiksins í karlaflokki á nýjan leik. Eisenach vann Coburg naumlega í 38. og síðustu umferð 2. deildar í kvöld, 26:25, á útivelli, og náðu þar með öðru sæti með 55 stig. Eisenach varð stigi fyrir ofan Dessau-Roßlauer sem einnig vann viðureign sína í kvöld en verður að gera sér þriðja sætið að góðu.

Kvöddu með tapi

Nokkuð er síðan að Balingen-Weilstetten tryggði sér efsta sæti deildarinnar og sæti í 1. deild. Balingen-Weilstetten tapaði í kvöld í heimsókn sinni til Elbflorenz í Dresden, 32:31.
Daníel Þór Ingason skoraði eitt mark og átti eina stoðsendingu fyrir Balingen-Weilstetten. Oddur Gretarsson var ekki með liðinu að þessu sinni.

Coburg í miðri deild

Tumi Steinn Rúnarsson skoraði einu sinni fyrir Coburg og gaf eina stoðsendingu í tapleiknum við Eisenach. Coburg hafnaði í 11. sæti af 20 liðum deildarinnar. Að vísu verður árangur úkraínska meistaraliðsins HC Motor strikaður út áður en deildarkeppnin verður endanlega gerð upp svo líklegt er að Coburg lyftist upp um eitt sæti.

Örn skoraði fjögur mörk

Örn Vésteinsson Östenberg skoraði fjögur mörk og var einu sinni vikið af leikvelli í tvær mínútur þegar lið hans, TuS Lübbecke, gerði jafntefli í heimsókn til Potsdam, 32:32. TuS Lübbecke var lengi vel í toppbaráttu en heltist úr lest efstu liða þegar á leiktíðina leið.

Ekki er ljóst hvort Örn verður áfram hjá TuS Lübbecke. Hann kom til félagsins í desember og samdi aðeins til loka keppnistímabilsins.

Kvaddi með sigri

HC Motor lauk keppni í deildinni með því að leggja Hüttenberg, 33:32. Roland Eradze hefur þar með lokið störfum fyrir félagið eftir þriggja ára dvöl í starfi aðstoðar- og markvarðaþjálfara. HC Motor varði í 17. sæti með 26 stig.

Tvö upp en þrjú niður

Hamm-Westfalen og GWD Minden falla og leika í 2. deild á næsta keppnistímabili í stað Balingen-Westfalen og Eisenach sem spreyta sig á meðal bestu liðanna.

Liðum fækkað

Liðum verður fækkað um tvö í 2. deild á næstu leiktíð og verða 18 í stað 20. Þrjú lið falla í 3. deild, HSG Konstanz, Empor Rostock og Rimpar Wölfe. Tvö koma upp í staðinn, EHV Aue og TuS Vinnhorst. Auk þess hverfur HC Motor á braut.

Lokstaðan:

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -