- Auglýsing -
- Auglýsing -

Eitt lið á vellinum í síðari hálfleik

Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Ungmennalið HK tók Víkinga í kennslustund í viðureign liðanna í Grill66-deild kvenna í Kórnum í dag. Fimmtán mörkum munaði á liðunum þegar upp var staðið, 33:18. Nánast var eitt lið á vellinum í síðari hálfleik, slíkir voru yfirburðir HK-liðsins. Liðið skoraði 17 mörk í síðari hálfleik og fékk aðeins á sig fjögur mörk.


Víkingur er í fimmta sæti Grill66-deildarinnar með 16 stig eftir 17 leiki. Ungmennalið HK er stigi á eftir og á leik til góða.


Mörk HK U.: Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín 8, Embla Steindórsdóttir 6, Amelía Laufey Miljevic 5, Jóhanna Lind Jónasdóttir 3, Katrín Hekla Magnúsdóttir 3, Margrét Guðmundsdóttir 2, Aníta Eik Jónsdóttir 2, Telma Medos 2, Hekla Fönn Vilhelmsdóttir 1, Kristín Guðmundsdóttir 1.


Mörk Víkings: Auður Brynja Sölvadóttir 6, Arna Þyrí Ólafsdóttir 5, Ester Inga Ögmundsdóttir 3, Guðrún Maryam Rayadh 2, Rakel Sigmarsdóttir 2.


Stöðu og næstu leiki í Grill66-deild kvenna er að finna hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -