- Auglýsing -
- Auglýsing -

Eitt verður yfir alla að ganga

Svo getur farið að norska landsliðið undir stjórn Þóris Hergeirssonar leiki alla leiki sína á EM í Danmörku en ekki á heimavelli. Mynd/EPA
- Auglýsing -

„Reglurnar verða að vera þær sömu hvort sem leikið er í Danmörku eða Noregi,“ segir Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins í handknattleik, í samtali við VG í heimalandi sínu.


Eins og fram hefur komið þá munu ekki gilda sömu sóttvarnareglur í Noregi og í Danmörku í kringum Evrópumót kvenna í handknattleik sem til stendur að þjóðirnar haldi saman í desember.


Greinist leikmaður smitaður af kórónuveiru í Noregi á meðan EM stendur yfir þá verður allt hans lið sent heim auk andstæðinganna í síðasta kappleik liðsins. Í Danmörku verður látið nægja að senda smitaðan leikmann heim en engin breyting verður á þátttöku hans liðs eða andstæðinganna.


„Eitt verður yfir alla að ganga á mótum, hvort um er að ræða reglur sem gilda innan eða utan vallar,“ segir Þórir ennfremur en hann telur norsku reglurnar í strangara lagi.


Norska handknattleikssambandið vinnur hörðum höndum að leysa málið með það fyrir augum að sömu reglur gildi á mótinu hvort sem liðin búa og leika í Noregi eða Danmörku. Vonast er til að niðurstaða liggi fyrir öðru hvoru meginn við komandi helgi. TV2 í Noregi segir að kannski liggi ákvörðun fyrir áður en dagurinn í dag verður á enda runninn.


Formaður danska handknattleikssambandsins, Per Bertelsen, segir við TV2 í Danmörku, að Danir geti haldið mótið einir komi til þess að Norðmenn vilji losna undan hlutverki gestgjafa. Sá hluti mótsins sem á að fara fram í Danmörku samkvæmt núverandi áætlunum á að fara fram á tveimur stöðum í landinu og vel sé að hægt að fella Noregshluta EM inn í þann ramma sem Danir hafa smíðað.


EM í handknattleik kvenna á að hefjast 3. desember og ljúka með úrslitaleik um Evrópumeistaratitilinn 17 dögum síðar.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -