- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ekberg lauk 20 ára bið Svía eftir gulli

Niclas Ekberg skorar sigurmarkið í úrslitaleiknum í dag. Mynd/Skapti Hallgrímsson, Akureyri.net
- Auglýsing -

Niclas Ekberg tryggði Svíum sigur á Evrópumótinu í handknattleik karla í kvöld þegar hann skoraði sigurmarkið, 27:26, á síðustu sekúndu leiksins úr vítakasti Í MVM Dome, íþróttahöllinni glæsilegu í Búdapest. Þetta er fyrsti Evrópumeistaratitill Svía í tvo áratugi eða síðan þeir unnu Þjóðverjar í úrslitaleik í Globen í Stokkhólmi. Í millitíðinni hefur sænska landsliðið einu sinni leikið til úrslita á EM, 2018, en tapaði þá fyrir Spánverjum sem léku til úrslita í fjórða sinn í röð í dag.


Ekberg, sem slapp úr einangrun í morgun eftir að hafa fengið covid fyrr á mótinu, lék nánast ekkert í leiknum. Hann kom aðeins inn á leikvöllinn til að skora fimm sinnum úr vítaköstum. Ekberg var öryggið uppmálað og kom í veg fyrir að framlengja þyrfti þriðja úrslitaleiknum á mótinu.

Félaga Ekberg þurstu inn á leikvöllinn til að fagna markinu og sigrinum. Mynd/Skapti Hallgrímsson, Akureyri.net


Sigur Svía er þeim einstaklega sætur. Fimm mínútum fyrir lok síðasta leiksins í milliriðlakeppninni á þriðjudagskvöld í Bratislava benti margt til þess að fyrir þeim lægi að pakka saman og fara heim daginn eftir. Svíar voru fjórum mörkum undir í leik við Norðmenn. Mikill endasprettur með fimm mörkum í röð gegn engu mark Norðmanna komust Svíar í undanúrslit ásamt Spánverjum. Þeir lögðu Frakka í miklum spennuleik í undanúrslitum á föstudaginn. Í dag stóðust þeir álagið af mikill seiglu.

Sigurgleðin tók völd hjá sænska landsliðinu. Mynd/Skapti Hallgrímsson, Akureyri.net


Fyrr í mótinu töpuðu Svíar fyrir Spánverjum með fjögurra marka mun, 32:28.
Úrslitaleikurinn var hnífjafn og spennandi. Spánverjar voru marki yfir að loknum fyrri hálfleik, 13:12. Sænska landsliðið var yfirleitt á undan að skora síðasta stundarfjórðunginn í úrslitaleiknum. Spánverjar áttu þess kost að skora 27. markið en Anders Palicka varði skot frá Joan Canellas þegar 18 sekúndur voru til leiksloka. Sænska liðið spilað vel úr sínum spilum á lokakaflanum og tryggði sér sigur.

Jim Gottfridsson mikilvægasti leikmaður Evrópumótsins. Hann undirstrikaði mikilvægi sitt þegar hann lagði á ráðin um síðustu sókn Svía á lokasekúndum úrslitaleiksins í kvöld. Mynd/EPA


Mörk Svíþjóðar: Niclas Ekberg 5, Oscar Bergendahl 5, Hampus Wanne 4, Jim Gottfridsson 3, Daniel Pettersson 2, Jonathan Carlsbogard 2, Felix Claar 2, Albin Lagergren 1, Max Darj 1, Valter Chrintz 1, Andreas Palicka 1.
Mörk Spánar: Adrian Figueras 6, Aleix Gomez 6, Ian Tarrafeta 5, Angel Fernandez 4, Gedeon Guardiola 2, Jorge Maqueda 1, Joan Canellas 1, Agustin Casado 1.

Evrópumeistarar Svíþjóðar 2022. Mynd/EPA
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -