- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

Ekkert gaman að vera meiddur stúkunni leik eftir leik á stórmóti

- Auglýsing -

„Það er vissulega matsatriði hvort ég sé orðinn nógu góður til þess að leika með á morgun en að mínu mati er ég orðinn það,“ sagði stórskyttan Þorsteinn Leó Gunnarsson landsliðsmaður í viðtali við handbolta.is eftir æfingu landsliðsins í Malmö í dag.

Þorsteinn Leó tók þátt í æfingu í fyrsta sinn með landsliðinu og var í kvöld tilkynntur formlega til mótstjórnar og verður þar með heimilt að taka þátt í leiknum við Króata á morgun, ef Snorra Steini Guðjónssyni landsliðsþjálfara þykir vindar blása í þá áttina í morgunsvalanum í Malmö í fyrramálið.

Vil komast út á gólfið

„Ég vil gjarnan fá að láta á það reyna hvort ég geti spilað eða ekki og er viss um að aðrir sem stæðu í mínum sporum væru sömu skoðunar. Það er ekkert gaman að vera meiddur í stúkunni leik eftir leik á stórmóti. Ég vil því komast út á gólfið eins fljótt og kostur er,“ segir Þorsteinn Leó sem telur sig verða orðinn 90% góðan.

Eftir 10 vikna fjarveru frá keppnisvellinum er ljóst að Þorsteinn Leó er e.t.v. ekki í allra besta leikforminu.

„Æfingin í dag var fín. Strákarnir voru ekki á fullri ferð en maður fékk aðeins að reyna sig og það gekk. Síðustu daga og viku hef ég verið á séræfingum með Óskari Bjarna Óskarssyni og hlaupaæfingum með sjúkraþjálfarateyminu og gert þær æfingar sem ég hef getað.

Spila aldrei 60 mínútur

Leikformið er alveg þokkalegt en vissulega reynir ekki á það fyrr en maður lætur á það reyna. Ég geri mér líka grein fyrir að ég fer ekki beint í að leika í 60 mínútur eftir að hafa verið meiddur í níu til tíu vikur.

Ef Snorri vill að ég spili þá geri ég mig kláran í það, hvort sem það verður í fimm, tíu, fimmtán eða tuttugu mínútur,“ sagði Þorsteinn Leó Gunnarsson landsliðsmaður í handknattleik við handbolta.is í dag.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -