- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ekkert hik á Fredericia HK í lokaumferðinni

Guðmundur Þórður, þjálfar Fredericia HK. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Guðmundur Þórður Guðmundsson og lærisveinar hans í danska úrvalsdeildarliðinu Fredericia HK unnu Nordsjælland, 31:26, á heimavelli í síðustu umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í dag. Fredericia HK hefur verið nær óstöðvandi og mætir væntanlega af fullum krafti í úrslitakeppnina sem hefst í vikunni eftir páska.

Halldór Jóhann Sigfússon er þjálfari Nordsjælland sem hafnaði í næst neðsta sæti deildarinnar, stigi á undan Lemvig sem fellur. Lemvig tapaði fyrir deildarmeisturum Aalborg Håndbold í dag, 35:28.

Umspilskeppni framundan

Framundan er keppni á milli Nordsjælland, Kolding, Holstebro, SønderjyskE og Skanderborg AGF um að forðast umspilsleiki við liðið sem hafnar í öðru sæti næst efstu deildar.

Fredericia HK er á hinn bóginn á leiðinni í úrslitakeppni um danska meistaratitilinn en fyrsta stig úrslitakeppninnar verður leikin í tveimur fjögurra liða riðlum.

Einar Þorsteinn Ólafsson lék afar vel fyrir Fredericia HK í dag. Hann skoraði tvisvar sinnum og átti þrjár stoðsendingar.

Riðlakeppni efri liðanna
Riðill 1:
Aalborg Håndbold - byrjar með 2 stig.
Bjerringbro-Silkeborg - byrjar með 1 stig.
Mors-Thy - byrjar án stiga.
Ribe-Esbjerg - byrjar án stiga.
Riðill 2:
Fredericia - byrjar með 2 stig.
GOG - byrjar með 1 stig.
Skjern Håndbold - byrjar án stiga.
TMS Ringsted - - byrjar án stiga.

Ribe-Esbjerg tapaði

Elvar Ásgeirsson skoraði eitt mark og átti eina stoðsendingu þegar Ribe-Esbjerg tapaði í heimsókn til Ringsted, 30:27. Ágúst Elí Björgvinsson varði sjö skot í marki Ribe-Esbjerg þann tíma sem hann stóð á milli stanganna, 35%. Ágúst varði eitt vítakast.

Ribe-Esbjerg hafnaði í áttunda sæti deildarinnar. Liðið hafði þegar tryggt sér sæti á meðal átta efstu fyrir leikinn í Ringsted.

Arnór Atlason og liðsmenn TTH Holstebro töpuðu fyrir SønderjyskE á Suður-Jótalandi í lokaumferðinni, 34:29. Holstebro varð í 11. sæti af 14 liðum.

Lokastaðan:

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -