Viggó Kristjánsson landsliðsmaður í handknattleik segist vera tilbúinn að leika með HC Erlangen í 2. deild þýska handknattleiksins ef svo fer að liðinu lánist ekki að halda sæti sínu í 1. deild. Erlangen er í næst neðsta sæti þegar 10 umferðir eru eftir.
„Samningur minn gildir einnig í 2. deild. Ef félagið vill halda mér þá er ég tilbúinn vera áfram,“ segir Viggó við Sport Bild.
Viggó var keyptur til HC Erlangen frá Leipzig í lok síðasta árs. Sport Bild segir Erlangen hafa greitt 300.000 evrur, um 45 milljónir kr, fyrir Seltirninginn sem var samning við Leipzig út leiktíðina 2027.
Viggó segir ennfremur er að ef félagið vilji ekki halda sér ef svo fer að það falli verði það rætt. Hinsvegar er það markmið allra að vera áfram í efstu deild á næstu leiktíð.