- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ekkert lát á sigurgöngu Ómars og Gísla

Ómar Ingi Magnússon og félagar í Magdeburg unnu sinn leik í Evrópudeildinni í kvöld. Mynd/SC Magdeburg - Franzi Gora
- Auglýsing -

Sigurganga Ómars Inga Magnússonar og Gísla Þorgeirs Kristjánssonar með SC Magdeburg heldur áfram en í dag vann liðið sinn áttunda leik í þýsku 1. deildinni í handknattleik er það lagði Erlangen með eins marks mun á heimavelli, 28:27.


Ómar Ingi skoraði sjö mörk, þar af fimm úr vítaköstum, og átti auk þess sex stoðsendingar sem skiluðu mörkum. Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði þrjú mörk

Gísli Þorgeir Kristjánsson á fullri ferð í leik með SC Magdeburg á dögunum. Mynd/SC Magdeburg


Teitur Örn Einarsson skoraði þrjú mörk þegar Flensburg sótti Göppingen heim í suðurhluta Þýskalands. Úr varð mikill spennutryllir þar sem heimamenn tryggðu sér annað stigið á síðustu sekúndu leiksins.

Flensburg komst yfir, 30:29, þegar 19 sekúndur voru til leiksloka. Þjálfari Göppingen tók leikhlé, bætti sjöunda manninum í sóknina. Breytingar skiluðu jöfnunarmarki frá Jon Lindenchrone Andersen.

Fyrsti leikur Viggós

Viggó Kristjánsson lék sinn fyrsta leik með Stuttgart á keppnistímabilinu en hann fingurbrotnaði tveimur dögum fyrir fyrsta leik liðsins í byrjun september. Viggó skoraði fjögur mörk og átti tvær stoðsendingar þegar Stuttgart tapaði naumlega í heimsókn til Wetzlar, 35:34. Andri Már Rúnarsson skoraði ekki mark fyrir Stuttgart að þessu sinni.

Stefan Cavor skoraði sigurmark Wetzlar rétt áður en leiktíminn rann út en þá hafði Wetzlarliðið hangið á boltanum í nærri því eina mínútu.


Bjarki Már Elísson skoraði fjögur mörk í naumu tapi Lemgo á heimavelli fyrir Füchse Berlin, næst efsta liði deildarinnar, 28:27.

Leik hætt vegna veikinda

Leik HSV Hamburg og Melsungen var hætt eftir rúmlega 22 mínútur vegna alvarlegra veikinda áhorfenda í keppnishöllinni í Hamborg. Óstaðfestar fregnir herma að um sé að ræða ættingja eins af leikmönnum Hamborgarliðsins.


Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem leik er hætt í miðjum klíðum í þýsku 1. deildinni vegna veikinda á meðal áhorfenda. Fyrr í þessum mánuði veiktist áhorfandi á leik Wetzlar og Bergischer. Veikindin voru svo alvarleg að lífi hans varð ekki bjargað.

Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -