- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ekkert lát á sigurgöngunni

Ungmennalið Fram slær ekki slöku við í Grill 66-deildinni. Mynd/Fram
- Auglýsing -

Ungmennalið Fram heldur sigurgöngu sinni áfram í Grill 66-deild kvenna í handknattleik og í kvöld fagnaði liðið sínum sjötta vinningi í deildinni þegar það lagði Víkinga, 32:19, í Framhúsinu eftir að hafa verið sex mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 15:9.


Víkingur hafði unnið tvo leiki í röð þegar liðið mætti í Safamýrina í kvöld. Snemma varð ljóst að á brattan yrði að sækja enda Fram-liðið afar vel mannað og m.a. með leikmenn sem hafa verið að fá leiktíma með A-liðinu í Olísdeildinni.
Eftir að sex mörkum munaði í hálfleik þá jókst munurinn í þeim síðari og svo fór að sigur Framliðsins var mjög öruggur. Liðið hefur nú 12 stig að loknum sex leikjum og er með fjögurra stiga forskot á Gróttu sem er í öðru sæti. Víkingur er með fjögur stig í fimmta sæti.

Mörk Fram U.: Erna Guðlaug Gunnarsdóttir 9, Harpa María Friðgeirsdóttir 6, Margrét Castillo 3, Harpa Elín Haraldsdóttir 3, Telma Sól Bogadóttir 3, Daðey Ásta Hálfdánsdóttir 3, Rakel Sigmarsdóttir 2, Svala Júlía Gunnarsdóttir 1, Hallfríður Jónína Arnarsdóttir 1, Valgerður Arnalds 1.

Mörk Víkings: Arna Þyrí Ólafsdóttir 5, Auður Brynja Sölvadóttir 3, Alana Elíns Steinarsdóttir 3, Ólöf Kristin Þorsteinsdóttir 2, Viktoria McDonald 2, Ester Inga Ögmundsdóttir 1, Helga Lúðvíka Hallgrímsdóttir 1, Katrín Guðmundsdóttir 1, Steinunn Birta Haraldsdóttir 1.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -