- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ekkert lát er á sigurgöngu Guðjóns Vals

Guðjón Valur Sigurðsson þjálfari Gummersbach. Mynd/Nastasja Kleinjung / VfL Gummersbach
- Auglýsing -

Ekkert fær stöðvað lærisveina Guðjóns Vals Sigurðssonar í Gummersbach í þýsku 2. deildinni í handknattleik. Í dag sóttu leikmenn Gummersbach tvö stig í heimsókn til Ballsport Arean í Dresden þar sem þeir lögðu Elbflorenz, 26:21, í níunda sigurleik sínum á keppnistímabilinu. Gummersbach er þar með áfram efst í deildinni með 18 stig að loknum 10 leikjum og ljóst að þjálfaraferill Guðjóns Vals fer vel af stað.

Eyjamaðurinn Elliði Snær Viðarsson skoraði tvö mörk í tveimur tilraunum fyrir Gummersbach og var auk þess í stóru hlutverki í vörn liðsins. Elliði Snær hefur fallið vel inn í hópinn hjá liðinu síðan hann kom til félagsins í síðari hluta ágúst frá ÍBV.


Gummersbach var tveimur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 13:11. Eftir að hafa skorað tvö fyrstu mörk síðari hálfleiks litu leikmenn Gummersbach aldrei um öxl.


Fyrrverandi leikmaður Akureyrar handboltafélags, Mindaugas Dumicius, skoraði þrjú af mörkum Elbflorenz í níu skotum og átti einnig tvær stoðsendingar. Jonas Thümmler var markahæstur hjá heimaliðinu með átta mörk en Kanko Bozovic var atkvæðamestur hjá Gummersbach með sjö mörk. Hornamaðurinn Raul Santos var næstur með sex mörk.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -