- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ekkert lát er á sigurgöngu Kolstad

Janus Daði Smárason landsliðsmaður í handknattleik. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Ekkert lát er á sigurgöngu Kolstad í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik karla en með liðinu leika landsliðsmennirnir Janus Daði Smárason og Sigvaldi Björn Guðjónsson. Þeir félagar skoruðu þrjú mörk hvor í dag þegar Kolstad vann öruggan sigur á Sandnes, 32:23, á útivelli. Janus Daði átti auk þess tvær stoðsendingar.


Kolstad er lang efst í deildinni með 20 stig að loknum 10 leikjum og virðist ekkert lið eiga roð í Þrándheimsliðið um þessar mundir.

Enn eitt tapið

Því miður gengur ekki eins vel hjá Erni Vésteinssyni Östenberg og félögum hans í Haslum. Þeir töpuðu enn einu sinni í dag og sitja áfram á botninum með Sandnesingum. Hvort lið hefur tvö stig. Haslum tapaði fyrir Runar Sandefjord, 29:26, í Sandefjord. Örn skoraði tvö mörk.

Í kröppum dans

Orri Freyr Þorkelsson var ekki á meðal markaskorara hjá Elverum í tveggja marka sigri á Kristiansand Topphåndball, 29:27, í Kristjánssandi í dag.

Elverum var sjö mörkum yfir í hálfleik, 16:9, en komst í hann krappann í síðari hálfleik eftir að leikmenn Kristiansand Topphåndball höfðu bitið hressilega í skjaldarrendur og komist yfir, 24:22, níu mínútum fyrir leikslok.


Elverum situr í fjórða sæti með 12 stig að loknum 10 leikjum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -