- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ekkert lát er á sigurgöngu Rúnars í Leipzig

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Ekkert lát er á sigurgöngu Leipzig í þýsku 1. deildinni í handknattleik karla eftir að Rúnar Sigtryggsson tók við þjálfun liðsins á dögunum. Leipzig vann fjórða leikinn í röð í kvöld undir stjórn Rúnars. Leikmenn Melsungen lágu í valnum í Leipzig, 40:33, en Melsungen hefur einnig átt afar góðu gengu að fagna undanfarnar vikur. Tapið í kvöld er það fyrsta í tvo mánuði.


Leikmenn Leipzig hreinlega sprungu út í síðari hálfleik og skoruðu þá 22 mörk en fengu á sig 12.


Viggó Kristjánsson lék afar vel fyrir Leipzig. Hann skoraði sex mörk og gaf einnig sex stoðsendingar. Þrjú markanna skoraði Seltirningurinn frá vítapunktinum.


Arnar Freyr Arnarsson og Elvar Örn Jónsson skoruðu þrjú mörk hvor fyrir Melsungen sem var yfir í hálfleik, 21:18.


Í toppslag deildarinnar vann Füchse Berlin liðsmenn Rhein-Neckar Löwen með tveggja marka mun í Mannheim, 34:32.

Ýmir Örn Gíslason skoraði eitt mark fyrir Löwen og var einu sinni vísað af leikvelli í tvær mínútur.


Heiðmar Felixson aðstoðarþjálfari Hannover-Brugdorf mátti horfa á upp á liðsmenn sína tapa á heimavelli fyrir Wetzlar, 26:23. Stjórnendur Wetzlar létu þjálfarann taka pokann sinn á sunnudaginn. Virðist það síst hafa slegið leikmenn liðsins út af laginu.

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -