- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ekkert slegið af fyrir landsleikinn á morgun – myndir

Berglind Þorsteinsdóttir, Lilja Ágústsdóttir, Katrín Tinna Jensdóttir og fleiri koma til æfingar í keppnishöllinni í Lúxemborg í dag. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

Í dag hélt íslenska kvennalandsliðið í handknattleik áfram að búa sig undir leikinn við Lúxemborg í næst síðustu umferð undankeppni Evrópumótsins í handknattleik kvenna. Liðið kom til Lúxemborgar í gær. Viðureignin fer fram á morgun í Centre sportif National d’COQUE í höfuðstað Lúxemborgar. Flautað verður til leiks klukkan 16.45.

Með sigri í leiknum á morgun tryggir íslenska landsliðið sér sæti í lokakeppni EM í fyrsta sinn í 12 ár. Evrópmótið fer fram í Austurríki, Ungverjalandi og Sviss frá 28. nóvember til 15. desember.

Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir frá deginum í dag hjá kvennalandsliðinu í Lúxemborg.

Úrslitaleikur á sunnudaginn

Eftir leikinn við Lúxemborg mætir íslenska landsliðið því færeyska á Ásvöllum á sunnudaginn kl. 17. Sú viðureign verður úrslitaleikur um annað sæti riðilsins, sætið gefur betri stöðu þegar dregið verður í riðla lokakeppninnar í Vínarborg 18. apríl.

Leikurinn við Lúxemborg á morgun verður sendur út á RÚV. Eins hyggst handbolti.is fylgjast með í textalýsingu.

Leikmannahópur Íslands gegn Lúxemborg er skipaður eftirtöldum:

Markverðir:
Elín Jóna Þorsteinsdóttir, EH Aalborg (57/2).
Hafdís Renötudóttir, Val (56/3).
Aðrir leikmenn:
Andrea Jacobsen, Silkeborg-Voel (50/75).
Berglind Þorsteinsdóttir, Fram (24/5).
Díana Dögg Magnúsdóttir, BSV Sachsen Zwickau (50/68).
Elín Rósa Magnúsdóttir, Val (17/39).
Elín Klara Þorkelsdóttir, Haukum (10/17).
Elísa Elíasdóttir, ÍBV (13/11).
Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, Skara HF (13/10).
Katrín Tinna Jensdóttir, ÍR (18/6).
Lilja Ágústsdóttir, Val (22/15).
Perla Rut Albertsdóttir, Selfossi (46/85).
Sunna Jónsdóttir, ÍBV (88/64).
Thea Imani Sturludóttir, Val (76/168).
Tinna Sigurrós Traustadóttir, Selfossi (2/1).
Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram (135/391).

Sjá einnig: EM kvenna ’24: Úrslit og staðan – 3. og 4. umferð

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -