- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ekkert tilefni til skoða bann við gólfauglýsingum í handbolta

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Róbert Geir Gíslason framkvæmdastjóri Handknattleikssambands Íslands segir að ekki hafi vaknað umræða um bann við auglýsingum á gólfi handknattleiksvalla líkt og gerst hafi í körfuknattleik. Stjórn ÍTK, Íslensks toppkörfubolta, leggur til að auglýsingar á gólfum körfuboltavalla verði bannaðar frá og með næsta keppnistímabili í kjölfar alvarlegra slysa í leikjum.

Ekki hafa orðið alvarleg slys í handboltaleikjum sem rekja má til gólfauglýsinga sem eru á ábyrgð félaganna, að sögn Róberts. Hinsvegar má ekki spara við framleiðslu auglýsinganna, t.d. með því að sleppa sleipuvarnafilmu (anti slip). Sé henni sleppt geti voðinn verið vís. Hvort sú hafi verið raunin í dæmum í körfuboltans sagðist Róbert ekki hafa hugmynd um.

Hér á landi eiga auglýsingarnar á handboltavöllum að vera með sérstakri filmu (anti slip) sem á að hindra að leikmenn renni í meira mæli á auglýsingunum en almennt á þeim gólfefnum sem er íþróttahúsum. Róbert segir filmuna gera framleiðslu auglýsinganna dýrari en um leið gera þær mikið öruggari. Notkun filmunnar er m.a. skilyrði á öllum auglýsingum á keppnisgólfum leikja á vegum Handknattleikssambands Evrópu og Alþjóða handknatttleikssambandsins.

Stjórn ÍTK, Íslensks toppkörfubolta, leggur til að auglýsingar á gólfum körfuboltavalla verði bannaðar og segir þær geta valdið alvarlegum slysum, eftir því sem fram kemur í yfirlýsingu og sagt er frá á Vísir og karfan.is. Yfirlýsingin var birt í kjölfar alvalegra meiðsla sem átt hafa sér stað í körfuboltaleikjum hér á landi. M.a. sleit leikmaður hásin nýverið í körfuboltaleik eftir að hafa runnið á gólfauglýsingu.

Uppfærð frétt: Tryggvi Garðar Jónsson handknattleiksmaður hjá Fram skrikaði fótur gólfauglýsingu í leik með Fram á heimavelli í vetur með þeim afleiðingum að önnur hásinin slitnaði. Þess vegna er rangt sem kemur fram í fréttinni að ekki hafi orðið alvarleg slys á handboltaleikjum sem hugsanlega megi rekja til gólfauglýsinga.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -