- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ekkert virðist slá HK-inga út af laginu

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Ekkert lát er á sigurgöngu HK í Grill 66-deild karla og virðist liðið stefna rakleitt upp í Olísdeildina á nýjan leik. HK vann ungmennlið Fram í gær í Kórnum í 11. umferð deildarinnar, 33:30. Framarar veittu HK-ingum harða keppni í leiknum og var nánast enginn munur á liðunum lengst af í síðari hálfleik.


HK var þremur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 18:15, og komst fimm mörkum yfir, 22:17, áður en leikmenn Fram náðu gagnsókn og minnkuðu muninn niður í eitt mark, 23:22. Þrisvar sinnum var staðan jöfn áður en leikmenn tryggðu sér sigurinn á síðustu mínútunum.


HK hefur 21 stig eftir 11 leiki og er sex stigum fyrir ofan Víking og ungmennalið Vals sem koma næst á eftir. Stöðuna í Grill 66-deildunum er að finna hér.


Mörk HK: Hjörtur Ingi Halldórsson 9, Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha 5, Kristján Ottó Hjálmsson 5, Sigurður Jefferson Guarino 5, Elías Björgvin Sigurðsson 4, Aron Gauti Óskarsson 2, Júlíus Flosason 2, Kristófer Ísak Bárðarson 1.
Varin skot: Sigurjón Guðmundsson 18.

Mörk Fram U.: Reynir Þór Stefánsson 13, Daníel Stefán Reynisson 3, Kjartan Þór Júlíusson 3, Eiður Rafn Valsson 3, Elí Falkvard Traustason 2, Luka Vukicevic 2, Arnþór Sævarsson 1, Róbert Árni Guðmundsson 1, Theodór Sigurðsson 1, Tindur Ingólfsson 1.
Varin skot: Arnór Máni Daðason 9.


Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildunum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -