- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ekki eins og best var á kosið

Bjarki Már Elísson, leikmaður Lemgo. Mynd/Lemgo Lippe
- Auglýsing -

Íslenskir handknattleiksmenn hafa oftast verið sigursælli í þýsku 1. deildinni en í kvöld þegar þrjú liða þeirra voru í eldlínunni. Öll töpuðu þau leikjum sínum sem reyndar fór fram á útivelli þeirra allra.

Bjarki Már Elísson var markahæstur hjá Lemgo þegar liðið lá í heimsókn sinni til GWD Minden, 28:23. Bjarki Már skoraði sex mörk. Svo virtist sem allt hafi farið í skrúfuna hjá Bjarka Má og félögum á lokakaflanum eftir nokkuð jafnan leik lengst af. Lemgo var m.a. marki yfir í hálfleik, 12:11.


Viggó Kristjánsson skoraði sjö mörk og var markahæstur þegar Stuttgart tapaði með sex marka mun í heimsókn sinni í höfuðborg Þýskalands hvar þeir mættu Füchse Berlin, 31:25. Elvar Ásgeirsson var ekki á meðal þeirra sem skoraði fyrir Stuttgart.


Oddur Gretarsson skoraði tvisvar og átti eina stoðsendingu þegar Balingen steinlá, 36:26, fyrir Wetzlar.


Alexander Petersson og Ýmir Örn Gíslason eiga þess kost að rétta kúrsinn fyrir Íslendinga í deildinni. Þeir mæta til leiks með Rhein-Neckar Löwen á eftir gegn Hannover-Burgdorf.

Staðan:
Rhein-Neckar Löwen 19(11), Kiel 18(10), Flensburg 17(10), Füchse Berlin 17(11), Leipzig 15(12), Stuttgart 15(13), Wetzlar 14(13), Göppingen 13(12), Lemgo 13(13), Magdeburg 12(10), Erlangen 12 (12), MT Melsungen 11(9), Bergisher HC 10(11), Hannover-Burgdorf 10(11), Minden 7(10), Balingen 7(13), Nordhorn 6(13), Ludwigshafen 5(12), Essen 3(9), Coburg 2(11).

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -