- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ekki fær PSG gull að þessu sinni – Kielce í úrslit

Varamenn Kielce taka á sprett inn á leikvöllinn til að fagna sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í Köln í dag. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Enn einu sinni verða leikmenn franska meistaraliðsins PSG að fara frá úrslitahelgi Meistaradeildar Evrópu í handknattleik án þess að hafa gullverðlaun í farteski sínu en félagið hefur árum saman verið eitt það dýrasta, ef ekki dýrasta handknattleikslið heims. PSG tapaði í kvöld fyrir pólska meistaraliðinu Kielce í undanúrslitum Meistaradeildar, 25:24, í afar jöfnum leik í Lanxess Arena í Köln.

Kielce leikur þar með annað árið í röð til úrslita í keppninni. Að þessu sinni gegn SC Magdeburg. Úrslitaleikurinn hefst klukkan 16 á morgun og verður hægt að fylgjast með endurgjaldslausri útsendingu frá leiknum á EHFtv.com.

Leikmenn Kielce fagna með markverðinum Andreas Wolff. Mynd/EPA

Þýskur bjargvættur

Þýski landsliðsmarkvörðurinn Andreas Wolff var bjargvættur Kielce. Hann varði frá Luc Steins úr opnu færi 20 sekúndum fyrir leikslok. PSG vann boltann aftur þegar fjórar sekúndur voru eftir af leiktímanum. Wolff varði skot frá Elohim Prandi á síðustu sekúndu, reyndar eftir að hafa notið góðrar hjálpar frá félaga sínum í vörninni.

Kielce var með tveggja marka forskot í hálfleik, 16:14, og var með frumkvæðið frá upphafi til enda þótt aldrei hafi verið mikill munur á liðunum.

PSG leikur við Barcelona um bronsverðlaunin á morgun. Flautað verður til leiks í Lanxess Arena klukkan 13.15. Einnig verður mögulegt að fylgjast með endurgjaldslausri útsendingu frá leiknum á EHFtv.com.

Alex Dujshebaev var markahæstur hjá Kielce með sex mörk. Artsem Karalek var næstur með fimm mörk. Luc Steins skoraði sex mörk fyri PSG. Danis Kristopans og Elohim Prandi skoruðu fjögur mörk hvor.

Haukur Þrastarson er leikmaður Kielce. Hann er að jafna sig eftir að hafa slitið krossband í byrjun desember.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -