- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ekki gengur sem skyldi hjá SC DHfK Leipzig

Rúnar Sigtryggsson þjálfari Leipzig fylgist með sínum mönnum. Mynd/Klaus Trotter
- Auglýsing -

Ekki gengur sem skyldi hjá Rúnari Sigtryggssyni og lærisveinum hans í þýska 1. deildarliðinu SC DHfK Leipzig. Eftir afar góðan árangur á undirbúningstímanum hefur gengið brösulega það sem af er leiktíðinni í þýsku 1. deildinni. Jafntefli við Magdeburg á dögunum jók vonir um að stríðsgæfan væri e.t.v. að snúast á sveif með liðinu. Svo virðist ekki vera og í dag tapaði SC DHfK Leipzig fyrir Göppingen á heimavelli, 33:35. Þetta var aðeins annar sigur Göppingen sem hefur ekki heldur farið eins vel af stað og vonir stóðu til.


Göppingen var yfir nær allan leikinn í austrinu í dag, m.a. 18:15, að loknum fyrri hálfleik.

Viggó Kristjánsson skoraði fjögur mörk fyrir SC DHfK Leipzig, gaf þrjár stoðsendingar og var tvisvar vísað af leikvelli. Andri Már Rúnarsson skoraði ekki mark en átti eina stoðsendingu.
SC DHfK Leipzig hefur þrjú stig, einn sigur og eitt jafntefli og fimm töp, í sjö fyrstu leikjunum. Marcel Schiller og Josip Sarac skoruðu átta mörk hvor fyrir Göppingen. Lukas Binder skoraði sjö fyrir Leipzig og Franz Semper var næstur með sex mörk.

Fjórði sigur Löwen í röð

Rhein-Neckar Löwen vann Stuttgart örugglega á heimavelli, 32:24. Þetta var fjórði sigur liðsins í röð og er það þar með komið upp í toppbaráttuna með níu stig eftir sex leiki, fór stigi upp fyrir Flensburg. Rhein-Neckar á leik inni á Magdeburg.

Hvort lið hefur tapað þremur stigum í þriðja til fjórða sæti.
Ýmir Örn Gíslason skoraði ekki mark í leiknum en var einu sinni vikið af leikvelli. Arnór Snær Óskarsson skoraði ekki úr eina markskoti sínu. Báðir eru þeir leikmenn Rhein-Neckar Löwen.

Daninn Niclas Kirkeløkke skoraði 10 mörk fyrir Rhein-Neckar og Olle Schefvert var næstur með sex mörk. Patrick Zieker skorað sex mörk fyrir Stuttgart.

Níu mörk og sex stoðsendingar

Í þriðja leik dagsins í þýsku 1. deildinni vann Füchse Berlin þægilegan sigur á nýliðum Eisenach, 37:29. Berlínar liðið er þar með koma á ný upp að hlið Melsungen á topp deildarinnar með 14 stig að loknum sjö umferðum. Mathias Gidsel var að vanda markahæstur hjá Berlinarrefunum. Hann skoraði níu mörk og gaf þar að auki sex stoðsendingar.

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -