Valur hélt sigurgöngu sinni áfram í dag í Olísdeild kvenna í handknattleik þegar keppni hófst á nýjan leik eftir nærri tveggja mánaða hlé. Íslandsmeistararnir lögðu land undir fót og sóttu lið Selfoss heim í Sethöllina. Útkoman var 14 marka sigur, 34:20, og þar með 20 stig í deildinni eftir 10 leiki.
Hafdís Renötudóttir átti stórleik í marki Vals og varði nærri annað hvert skot sem á markið kom. Valur var með sex marka forskot þegar fyrri hálfleikur var að baki, 18:12.
Selfoss er í fjórða sæti með átta stig en er talsvert á eftir efstu liðunum þremur, Val, Fram og Haukum. Tvö síðarnefndu liðin unnu einnig viðureignir sínar í dag.
Stjarnan gaf Haukum leik
Í Hekluhöllinni veitti Stjarnan liði Hauka talsverða keppni, ekki síst framan af. Stjarnan var mest fjórum mörkum yfir áður en Haukar náðu takti í varnarleik sinn og skoruðu níu mörk gegn þremur á síðustu 10 mínútum hálfleiksins. Forskotið var Hauka í hálfleik, 15:13.
Svo virtist sem Haukar ætluðu að rúlla yfir Stjörnuna á upphafsmínútum síðari hálfleiks. Eftir um fimm mínútur var staðan, 20:14, Haukum í dag. Þjálfarar Stjörnunnar tóku leikhlé og komu skikki á leik liðsins. Sigur Hauka var aldrei í verulegri hættu en leikmennn Stjörnunnar voru aldrei langt undan. Um fimm mínútum fyrir leikslok var forskot Hauka komið niður í tvö mörk, 28.26. Nær komst Stjarnan ekki en miklar framfarir eru á leik liðsins frá fyrstu umferðunum í haust. Haukar sitja sem fyrr í þriðja sæti.
Elín Klara Þorkelsdóttir var allt í öllu að vanda hjá Haukum og skoraði 10 mörk, ekkert úr vítakasti. Rut Arnfjörð Jónsdóttir sýndu útsjónarsemi að vanda í sóknarleiknum.
Eva Björk Davíðsdóttir, Embla Steindórsdóttir og Tinna Sigurrós Traustadóttir voru atkvæðamestar hjá Stjörnunni.
Fram sterkari í síðari hálfleik
Fram lagði neðsta lið Olísdeildar, 31:22, í Lambhagahöllinni í Úlfarsárdal. Gróttu tókst að standa nokkuð í Fram-liðinu í fyrri hálfleik. Fljótlega í síðari hálfleik losnaði upp leikur Gróttu og Framarar gengu á lagið. Þegar leið á síðari hálfleik fengu óreyndari leikmenn Fram að spreyta sig en það breytti engu. Öruggur sigur Fram og annað sæti áfram.
Ethel Gyða Bjarnasen var frábær í marki fram og varði 18 skot, 54%. Darija Zecevic leystir Ethel af þegar leið á síðari hálfleik.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.
Úrslit dagsins
Stjarnan – Haukar 29:32 (13:15).
Mörk Stjörnunnar: Eva Björk Davíðsdóttir 9/2, Tinna Sigurrós Traustadóttir 7, Embla Steindórsdóttir 5, Brynja Katrín Benediktsdóttir 3, Hanna Guðrún Hauksdóttir 2, Anna Karen Hansdóttir 2, Guðmunda Auður Guðjónsdóttir 1.
Varin skot: Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir 14/1, 30,4%.
Mörk Hauka: Elín Klara Þorkelsdóttir 10, Rakel Oddný Guðmundsdóttir 4, Rut Arnfjörð Jónsdóttir 4, Thelma Melsted Björgvinsdóttir 3, Sonja Lind Sigsteinsdóttir 3, Birta Lind Jóhannsdóttir 2, Alexandra Líf Arnarsdóttir 2, Ragnheiður Ragnarsdóttir 1, Sara Katrín Gunnarsdóttir 1, Berglind Benediktsdóttir 1, Sara Odden 1.
Varin skot: Margrét Einarsdóttir 7, 31,8 – Elísa Helga Sigurðardóttir 5, 26,3%.
Selfoss – Valur 20:34 (12:18).
Mörk Selfoss: Perla Ruth Albertsdóttir 6/2, Katla María Magnúsdóttir 5, Arna Kristín Einarsdóttir 3, Adela Eyrún Jóhannsdóttir 2, Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir 2, Hulda Hrönn Bragadóttir 1, Hulda Dís Þrastardóttir 1.
Varin skot: Ágústa Tanja Jóhannsdóttir 10, 22,7%.
Mörk Vals: Þórey Anna Ásgeirsdóttir 7/4, Sigríður Hauksdóttir 6, Elísa Elíasdóttir 6, Thea Imani Sturludóttir 5, Elín Rósa Magnúsdóttir 4, Guðrún Hekla Traustadóttir 3, Lovísa Thompson 2, Hildur Björnsdóttir 1.
Varin skot: Hafdís Renötudóttir 16, 45,7% – Silja Müller 1, 50%.
Fram – Grótta 31:22 (14:10).
Mörk Fram: Þórey Rósa Stefánsdóttir 6, Alfa Brá Hagalín 6, Lena Margrét Valdimarsdóttir 4/1, Kristrún Steinþórsdóttir 4, Íris Anna Gísladóttir 3, Erna Guðlaug Gunnarsdóttir 2, Hildur Lilja Jónsdóttir 2, Sóldís Rós Ragnarsdóttir 2, Steinunn Björnsdóttir 2.
Varin skot: Ethel Gyða Bjarnasen 18/2, 54,5% – Darija Zecevic 3, 30%.
Mörk Gróttu: Ída Margrét Stefánsdóttir 8/2, Katrín Anna Ásmundsdóttir 3, Katrín S. Thorsteinsson 2, Edda Steingrímsdóttir 2, Hrafnhildur Hekla Grímsdóttir 2, Katrín Helga Sigurbergsdóttir 2, Tinna Valgerður Gísladóttir 2, Rut Bernódusdóttir 1.
Varin skot: Anna Karólína Ingadóttir 9, 29% – Andrea Gunnlaugsdóttir 4/1, 30,8%.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.